12 June, 2009

Þá eru bleyjurnar komnar

Og við byrjuð að æfa okkur á Bjarna Bangsa.

Annars er það að frétta af okkur skötuhjúum að Elín er kominn í barneignarfrí og ég enn í vinnunni. Hún er því heimavinnandi, sér um að þvo þvott í nýju þvottavélinni (takk mamma og pabbi) þrífa og elda mat fyrir mig þegar ég kem þreyttur heim úr vinnunni. Það er alveg frábært, skil ekkert afhverju menn(konur) voru eitthvað vesenast í þessu. Það er bara allt auðveldara. Nú höfum við allt í einu miklu meiri tíma til að gera ekki neitt. Alveg heilan helling af sófalúrum, hjólatúrum og hundasúrum.
Ég set bráðum í gang herferð: Konuna á bak við eldavélina. Spáið í allan peningin sem við myndum spara í menntakerfinu. Þegar konurnar væru búnar með 7.bekk þá taka þær tvö ár til viðbótar í hússtjórnunarnámi og voila klárar til undaneldis.

Svo erum við vikulega á fæðingaogforeldranámskeiði. Það er notalegt, þá hittir maður annað kúlufólk. Við erum með einn eðlisfræðing í hópnum og hann er bara pirrandi.
Það mætti halda að hann væri á leiðinni í próf. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort að það sé hann en ekki konan sem á að fæða.
Og svo er annað sem kom mér svoldið á óvart. Það er að mennirnir eru með meiningar um hvort að konan eigi að fá og hvað hún eigi að fá af verkjastillandi þegar fæðingin er kominn í gang. Seríöst, það eru ekki þeir sem eru að fæða. Ég verð þarna og styð mína kæru í öllum þeim lyfjagjöfum sem hún vill og vill ekki fá.
Svo var verið að velta sér aðeins upp úr sársaukanum og við kallarnir spurðir að því hvað okkur fyndist og ég segi í grínalvöru að ég sé nú bara feginn að það sé ekki ég sem er að fæða. Svo byrjuðu menn að segja að þetta væri jú bara náttúrulegt og þessi sársauki væri bara af hinu góða og þetta væri bara ekkert mál. Hippar allir saman.

Strákurinn hefur fengið nafn, Viktoríus, í höfuðið á norskri gúmmífrænku og það er nefnileg það.

5 comments:

Sjöfn said...

hlakka til að sjá Vigga Victoríus hann verður algjör dúlla. Ég held að (eða vona allavega) að þessir kallar hætti alveg að pæla í hvaða verkjalyf má og má ekki taka þegar konan er að drepast af kvölum í sjúkrarúminu. knús

mamma said...

Mundi loks eftir blogginu þínu.
Botna nú ekkert í niðurröðuninni á húsgögnunum, en miðað við dagsetninguna hef ég líkega séð hana.
Það er 17. júní og ótrúlega gott veður miðað við að það er þessi dagur. Hingað í Heiðvanginn komu nokkrir í rjómapönnukökur og var glatt á hjalla eða Hjalla. Niður með Hjallastefnuna heyrði ég úr stofunni í dag; held það hafi verið Jónatan hennar Sólveigar Margrétar. Hann taldi það vera gott slagorðið fyrir S.M. þegar hún stofnar stjórnmálaflokk eftir að hún er orðin hagfræðingur.
Það var gaman að litlu börnunum. Kolbrún María hennar Stefaníu er ekki minni vinnumaður en Ásmundur bróðir hennar. Hún var á fullu allan tímann sem þau stoppuðu og mátti eiginlega ekki vera að því að fara.
Kolla og Svenni hættu við að koma eftir hátíðahöldin á Víðistaðatúni og héldu heim í Stekkjarbergið en formóðirin þar mætti hingað.
Gleðilega þjóðhátíð!!

Anonymous said...

Ég hef alltaf verið sammála Guðna Ágústssyni fv. þingmanni, en hann sagði, að staða konnunnar væri á bak við eldavélina. pabbi.

Kolla said...

Innilega til hamingju með Sony litla Eriksson. Hlökkum til að hitta litla frænda, vonandi sem fyrst. Bestu kveðjur til Elin og stórt knús á ykkur öll.
Kolla, Svenni og co.

Sjöfn said...

Hvenær koma myndir??????
Hvar koma myndir?????