Nýtt innlegg
hmm hvar á madur ad byrja.
Byrjum á hnénu. Fór til læknis, og thar sem ad ég er útlendingur án nokkurra möguleika á tryggingakorti (sex mánada reglan) thá tharf ég ad fara á slysó thegar ég fer til læknis. Sem er svosem allt í lagi. Thannig ad ég fór á slysó, fann lækni, og sýndi honum røntgenmyndirnar sem svo sýndu ad allt var í lagi. Hann hristi hnéd eitthvad, fannst thad svoldid laust og sagdist halda ad sjúkrathjálfi gæti nú reddad thessu. Vid røltum yfir til sjúkrathjálfans og hún er upptekin, en ég fékk tíma daginn eftir, sem var kúl.
Thetta tók fjóra tíma.
Daginn eftir hringi ég og fæ tíma um ellefuleytid. Og thar sem ad ekki er hægt ad treysta á strætó hér í Bergen thá fer ég snemma af stad, svona ef ske kynni ad ég thyrfti ad labba. Inn á bidstofu, hálftími thar, inn til thjálfa og inn í einhverja kompu, klukkutími thar, út til thjálfa og svo spyr hún hvad ertu ad gera hér. Ég reyni ad útskýra ad ég sé med gamlan álagsskada sem neiti ad fara í burtu.
Og hún spyr aftur, en hvad ertu ad gera hér, er thetta ad versna.
Nibbs, thetta er nokkurn veginn ótholandi jafvont og sídustu thrjá fjóra mánudi.
og thá kemur thad, ég get ekki hjálpad thér, thetta er slysó, thú verdur ad vera slasadur. Og svo fékk ég ávísun á sjúkrathjálfa fyrir utan slysó.
Fjórir tímar thar.
Og svo var thad sjúkrathjálfararitarinn, hún var svo upptekin móttökunni ad hún nennti ekki ad láta einhverja leidinda kúnna vera ad trufla sig. Endadi alltaf med tví sjúkrathjálfarnir komu og spurdu fólk hvad thad vantadi.
En thetta var nú ekkert stórmál fyrir tholinmóda Eirík sem svo ad lokum uppskar laun erfidisins. Hitti herra Lars sjúkrathjálfara og hann snéri upp á hnéd af øllum kröftum, sagdi svo ad ég væri ordinn aumingi med enga vödva og skipadi mér svo ad hætta ad ganga.
Sýndi mér svo nokkrar æfingar fyrir mjadmirnar og sagdi mér ad halda áfram ad synda og byrja ad lyfta.
Og ég hlýddi, og thad eru komnar 2 vikur og thetta gengur bara thokkalega. Fór í hjólatúr í fyrrakvøld og gekk bara ljómandi. Er alveg helaumur í mjödminni en er ad vona ad thad sé bara threyta eftir allar thessar mjadmaæfingar. Hnéd segir ekki svo mikid, smá píp eftir ad ég missti af strætó í gær, helvítis strætótar, ekkert hægt ad stóla á thetta helvítis strætókerfi hérna.
Lars sagdi ad ef ég hlýddi thá ætti thetta ekki ad taka meira en tvo mánudi ad ná upp vödvastyrk í löppinni og svo væri ég ordinn nokkud normal.
Svo ad thetta er allt saman bara frábært.
Annars er Bergen alveg stórkostlegur bær, svona útlitslega séd, hverjum dettur í hug ad byggja svona.
Félagslega erum vid hinsvegar ekkert ad brillera. En vid höfum hvort annad og systkini Elínar (Bródir Trond og systir Iril).
Ég tek félagslega tháttinn fyrir í næsta pistli. Ætla fyrst ad prófa ad gera smá atferlisbreytingar hjá mér, sjá hvort ad adrir vinklar dugi betur á Nordmanninn.
Blessi í bili.
8 comments:
Hahahaha við erum allavega búin að komast að því að kaldur húmor er ekki að gera sig. Norðmenn eru of siðferðislega vel upp dregnir til að leyfa sér að hlægja að "nastí" bröndurum. ..... Ef ég þekki frænda minn rétt þá gæti það verið að hamla honum hahahha.
.... en annars til lukku með að vera komin með einhverja lausn á þessu þráláta hnévandamáli.
Það er víst þrælsannað að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er kannski bara best í Danmörku. Það er nefnilega líka þrælsannað að maður er manns gaman. Og þörf manna fyrir félaga er eðlislæg fremur en ásköpuð nema hvort tveggja sé.
Vonandi færðu hnéð gott. Er þetta ekki dýrt dæmi?
...Haltu áfram að synda og hættu að ganga???? er það ekki soldið erfitt.
Áfram Eiki, áfram Eiki, áfram Eiki...sögðu þær allar í kór.
Prófaðu að gefa þeim rautt saki, minnir að það hafi virkað á Expo
Kv
Kvattningarklúppurinn
klúbburinn
grrrr.....
.... já eða jafnvel HVatningarklúbburinn ... það hljómar líka vel :o)
Mer thykir vænt um ykkur öll sömul, líka thig haukur.
En mer thætti vænt um ad thu hættir thessu hvatningarklúbbsvæli, reyndu frekar ad fá recruita thær í thitt eigid sjálfstyrkingarkrúw.
Annars eru nordmenn alveg ágætiskvikindi, bara adeins minna eins og ég átti von á.
Post a Comment