30 March, 2008

I've got to admit it's getting better

it's getting better all the time ;-)

Ad læra í Dannmørku

Var ad frétta ad steinar ørn frændi, væri eitthvad ad spá í framhaldsnámi í Danmørku.

Tid megid endilega koma tessum upplýsingum til hans.
Umsókn í kvóta 2, fyrir haustønn tharf ad vera innsend fyrir 15.mars. Kvóti tvø eru teir sem sækja um frá útløndum, m.a.
Kvóti 1 eru danir, en tad er spurning hvort ad tad sé hægt ad komast inn í tann hóp tad tyrfti ad skrifa til vidkomandi skóla.

Inntøkukerfid er sameinad fyrir landid og er í gegnum thessa heimasídu. Thar finnur madu thá námsgrein og thá skóla sem madur hefur áhuga á.

http://www.kot.dk/

20 March, 2008

Gellerup

Fór í labbitúr í góða veðrinu, með myndavélina sem Sjöfn gaf mér.
Hér bý ég.

Gellerup blokkarhringurinn á góðum degi. Það eru ca. milljón aðrar svona blokkir á svæðinu, sem er þó ekki stærra en 1 ferkílómeter (1 ferkílometer af hreinni illsku). Það búa 10-15.000 manns í Gellerup og Toveshöj blokkahverfinu. Þetta er svoldið Breiðholts.

Í þessari lengju búa um 1000manns. Sagði einhver síld í tunnu.

Hér er svo Hejredalskollegiet, þar sem að ég bý. Þetta eru töluvert minni blokkareiningar en monsterin við hliðina. 24 íbúar á 2 hæðum, í eins herbergis höllum.


Og svo færum við okkur inn á við.

Hæbb, velkominn inn.


Velkomin í Casa Bonita

Hér er allt fyrir hendi, skrifstofa, svefnherbergi, hljómsveitar aðstaða, líkamsræktarstöð og ég veit ekki hvað.

Takk fyrir komuna, verið velkomin aftur.

Bless á meðan.


08 March, 2008

Nú er allt að gerast.

Ég ætla bara ekkert að segja ykkur frá því strax.

En í staðinn er ég með smá áhugaverðar pælingar. Mér finnast þær alla vega áhugaverðar. Ég er svona líkamsræktar, næringar, líffræði áhugamaður fram í ystu æsar.

Hvað þýðir það annars, ystu æsar, er þetta frá uppsprettu til ósa, eða hefur þetta eitthvað með æsi að gera.

Jæja, alla vega er ég búinn að halda æfingadagbók síðan ég flutti til danmerkur og keypti mér vog um vorið 2006. Einmitt þegar ég fór á rúntinn með Garðari og Helga til Þýskalands. Sem var nú bara ansi gaman. Og nú 2 árum síðar get ég sýnt ykkur svoldið skemmtilegt.
Það sést nú ekki allt of mikið. En þarna sést þyngdarbreyting yfir tæplega 2 ára tímabil. Það sem að mér finnst áhugavert er að þetta eru litlar breytingar í lífstíll, sem hafa áhrif á þyngdina. Ég veit ekki hvort að það sést hvað stendur. En þegar þyngdin minnkaði hjólaði ég í skólann og æfði lyftingar og hljóp annað slagið. Á rauða svæðinu tók ég mataræðið aðeins í gegn og minnkaði drykkjuna. Svo kemur bláa svæðið, uss uss uss. Aðalbreytingin þar er að ég hjóla ekki eins oft í skólann. Æfi lyftingar 3-4 sinnum í viku, hljóp lítið og borða svoldið meira af nammi.
Og svo fyrir ca. 2 vikum fór ég að taka á mataræðinu aftur. Æfi lyftingar 3-4 sinnum og hjóla svo 1-2 í viku. Er ekki byrjaður að hjóla í skólann. Það hægði á þyngdaraukningunni og nú er þetta á hægri niðurleið aftur.
Það sem að mér finnst áhugavert er hvað þessar litlu breytingar geta haft mikil áhrif. Í gegnum tímabilið hef ég borðað mjög svipaðan mat. Aðal munurinn liggur í hvort að ég hef borðað kökur og sætindi.
Ég hef alltaf æft, nema í janúar og hluta af febrúar, og það sem að maður myndi kalla skipulagðar æfingar, lyftingar, hlaup eða hjólatúrar hefur legið í 3-5 sinnum í viku.
En svo er stóra breytingin. Það er hvort að ég hjóla í skólann eða ekki.
Ég mældi þetta á sunnudaginn og þar liggja 500kcal. í þeim hjólatúr, sem dugar alveg fyrir poppi og kókþambi annað slagið.
Þannig að þetta er á tæru fyrir mér. Maður á að fá hreyfingu inn í daglega rútínu, hjóla í vinnuna, labba út í búð og allt eftir því. Ekki einungis er það hressandi, heldur er það tímasparandi.

Dæmi:
Keyrt í allan pakkan.
Æfingar 4-sinnum í viku.
Farið í ræktina á leið heim úr vinnu.
10mín að keyra í vinnuna.
10mín að keyra í gymmið.
10mín í upphitun
40mín lyftingar/hlaup
15mín í sturtu.
5mín að keyra heim.

Æfingatími á viku 50x4=200mín.
Keyrslutími 25x4=100mín.
Fataskiptingar 15x4=60mín
Heildartími 7 tímar á viku.



Hjólað í allan pakkann.
Farið í ræktina á leið heim úr vinnu.
Æfingar 3-sinnum í viku.
20mín að hjóla í vinnuna.
10mín skipta um föt.
15mín að hjóla í ræktina
30mín lyftingar
10mín hjóla heim.
15mín í sturtu og skipt yfir í heimaföt.
Æfingatími á viku 75x3+2x40=305mín.
Fataskiptingar 25x5=125mín
Heildartími 7 tímar 10mín

Magnað ekki satt. næstum því tveir tímar á viku í aukahreyfingu og gert á jafn löngum tíma.