28 December, 2007

þegar maður hefur ekkert vesen

þá finnur maður sér bara eitthvað vesen.

Ég er í miðjum próflestrinum og gengur bara vel. Svo vel að gær fór ég út að hlaupa.
Hafði hugsað mér að skokka 5-6km og koma svo við í búðinni á leiðinni heim. Eftir 3km hugsa ég að það gæti nú verið gaman að skokka aðeins lengra. Eiturfrískur og rólegu tempói lulla ég áfram og svo rúlla kílómetrarnir inn.
6km gott tempo, gæti farið hraðar en það er langt eftir.
Í 10km er ég enn frískur og hugsa að það væri nú alveg hægt að bæta nokkrum metrum við. Skokka af stað í áttina að Galten eftir þessum fallaga moldarstíg sem liggur meðfram Brabrand tjörninni. Svo koma 12km og ég er enn á sama tempóinu, þokkalega frískur svo að ég hugsa að ég klári bara hringinn í kringum tjörnina.
Þetta verður svo allt eitthvað þokukennt eftir það.
Það byrjaði að rigna, kom svarta myrkur, stígurinn breytist í drullusvað á 2-3km kafla og í 17km er allt orðið svart, ég hef ekki hugmynd um hvar ég er eða hvaða leið ég á að fara heim. Það er skítakuldi og maður kominn með krampa í lappirnar. Að lokum kom ég heim eftir 22km skokktúr.
Með viðkomu í nettó þar sem fyllt var á nammibirgðirnar.
Og svo var ég að vakna núna eftir 12 tíma svefn, þá er maður klár í lærdóminn aftur.

22 December, 2007

Þessi afgerandi augnablik

Þar sem maður virkilega þarf að hugsa sitt ráð.
Hvað er framhaldið?
Hvernig slepp ég best út úr mínum vandræðum?
Er það sem mig langar mest til að gera akkúrat núna, best, þegar til lengri tíma er litið?

Ég átti eitt slíkt hér snemma í morgun.
Dagurinn byrjaði huggulega, fór á fætur hálfníu, tók bækurnar og settist fram í eldhús til að vekja ekki frúnna.
Mallaði svo einn skammt hafragraut með rúsínum og kaffibolla í eftirrétt.

Stúderaði svo aðeins burðarþolsfræðin.
dúbí dúbí, þetta gengur bara þokkalega.
...og svo, eins og vani er, þá fer hafragrauturinn að banka, og nú búinn að háma í sig kaffi allan morguninn. Þetta er því morgunúrillur, koffínskjálfandi hafraklumpur með illt í huga.
Það er því ekki annað hægt en að skynda sér á götótta hægindastólinn og njóta þess sem koma skal.
Fram til þessa hafði þetta bara gengið vel og væri ekki í frásögur færandi nema...

að sjálfskammtandi sápulögurinn sem sprautar ilmdropum út í mínar dásamlegu hægðir hann smellur í sundur og dettur ofan í klósettið.

blúúbbs

Hvað er til bragðs.
Verkefnið var hafið.
Verkefninu var ekki lokið.

1. klára verkefnið.

  • Það er það sem mig langar mest. Hálffúll hafraklumpur er ekkert minna fúll en heill.
  • Sjálfskammtarinn er í beinni skotlínu. óboj
  • Það er ekki hægt að sturta sjálfskamtaranum.
2. Gera hlé og ná í skammtarann
  • Verkefnið var hafið
  • Sjálfskammtarinn flýtur í ógeðinu.

óboj, óboj, what to do, what to do.

Og svo kemur uppljómunin, ástæðan fyrir því að mannskepnan getur búið til svo dásamlega hluti sem ristað brauð og Guinness í dós. Rökfærsla og samtenging.

Það er ekki hægt að sturta helvítis sjálfskammtaranum og hann flýtur í ógeðinu. Dadara, sem um vopnahlé við morgunúrilla koffínskjálfandi hafraklumpinn, sturta niður, sæki ilmstútinn, þvæ mér um hendurnar og hleypi brúnum.

Stundum er maður alveg ótrúlega útsjónasamur.

hehe.

20 December, 2007

Klámmyndir

Ég er ekkert allt of jafnréttissinnaður, ég er meira bara svona sinnaður og reyni eins og ég get að vera frekar jafn og síðast kemur svo hvort að það sé rétt það sem ég er að sinna. En ef eitthvað er þá er ég svoldill karlkyns femínisti, fyrir það fyrsta þá fer það í taugarnar á mér að það er ekki einu sinni til orð yfir það að vera áhugamaður um jafnréttisbaráttu karla, það væri þá helst kallað karlremba.
Er það ekki óþarfi.

En þá eru það klámmyndirnar og stereotýpur í þeim. Við vorum að ræða þessi grafalvarlegu má í vinnunni. Við vitum öll að það er verið að gera lítið úr konum þegar þær fá sér að ríða í klámmyndum.
En hafið þið einhvern tíman spáð í klámfolann okkar.
Iðnaðarmaðurinn Hr. Píp mætir á svæðið.
Lagar klósettið og þegar Hr. Píp ætlar að fá borgað þá stekkur frúin bara á hann og heimtar að hann taki borgun í blíðu, sem og hann gerir bara af því að hann hefur ekki nógu sjálfstæðan huga til að fá peningana.
Hvernig á Hr. Píp að borga reikningana í lok mánaðarins.
Eru karlmenn bara einhver heilalaus leiktæki með viðgerðarbónusi.

06 December, 2007

dúbí dúbí

fór í vinnuna í gær
skrúfaði nokkrar skrúfur.
kveikti svo á tölvunni og fór að lesa útboðsgögn.

Verkefnið felst í að gera útboðsgögn fyrir viðvörunarkerfi fyrir olíudreifingarstöð /olíuuppdælingarstöð á lítilli eyju suður í Quatar.

Quatar er eitt af ríkari löndum í heiminum. Fullt af olíu, dópi og lauslátum kellingum.
Og þeir eiga Íran sem nágranna, þeir eru pínulítið smeikir við að Íranir komi og hertaki litlu eyjuna þeirra.

Þess vegna vilja þeir hafa eitthvert ægilegt kerfi sem vakir yfir hverjum einum og einasta sentimetra. kúl nok.

alltaf gaman af svona æfingum.

Svo að ég les bara gögnin og teikna myndir.
aðallega skrípó, andrés önd og svona.

svo erum við byrjuð á jólasveinaleiknum hér á kollegíinu. alltaf gaman að því.

Jólasveinaleikurinn felst í því að maður fær úthlutað "vini" sem maður þarf svo að sjá um í desember mánuði. Maður getur verið krútt, og gefið súkkulaði eða svín hehe... sem er miklu skemmtilegra.

Þetta hefur nú farið rólega af stað núna. það versta sem ég hef gert núna er að binda hluta af innvolsinu í skápnum hjá mínum vini þannig að þegar hún opnaði skápinn þá hrundu tepokar og dótarí út og... MÚHAHA

og svo er ég með fullt af hugmyndum MÚHAHA