13 September, 2007

Jæja, er þetta ekki orðið nokkuð gott bara.

Var að setja upp quick time forritið, sem er ágætis myndspilar sem maður þarf stundum að nota.
Nema að ég er eitthvað að renna í gegnum leyfisskilmálana og rek svo augun í þetta.

APPLE-SOFTWARE ER IKKE BEREGNET TIL BRUG I FORBINDELSE MED DRIFTEN AF ATOMREAKTORER, FLYNAVIGATIONSSYSTEMER, FLYKOMMUNIKATIONSSYSTEMER, SYSTEMER TIL STYRING AF LUFT-TRAFIK, RESPIRATORER ELLER ANDET UDSTYR, HVOR FEJL I APPLE-SOFTWARE VIL KUNNE MEDFØRE DØDSFALD, PERSONSKADE, OMFATTENDE FYSISKE ØDELÆGGELSER ELLER MILJØSKADER.

Það er samt gott að vita af því að quick time er hvorki ætlað til að stýra kjarnakljúfum né flugumferð.
Ég er að spá í hvort að þeir hafi sett þetta inn upp á djókið, ef einhver skildi nú nenna að lesa skilmálana.
bara að spá.

10 comments:

Eiríkur said...

umtalsverðri eyðileggingu eða umhverfisslysi

þetta er alveg frábært

Anonymous said...

Jahá ég ætla að valda umtalsverðri eyðileggingu með quick time spilaranum mínum. Ég ætla að posta video af Eiríki í singstar og líka vidjóið af Betu á Sam´s bar og spila það í flugvél og setja þannig flugumferðina úr skorðum........og jafnvel með því hrapar flugvélin og veldur umhverfisslysi. Jahá allt getur gerst í hinum stóra heima. Ennnn ég kemst alltaf betur og betur að því að ég kann ekkkert í dönsku

Anonymous said...

Ég ætla að vona að þú sért búinn að koma vídjóinu af Betu í hiðvirðra manna geymslu. Því það er eitthvað sem má ekki falla í gleymsku.
Hvernig hin fallega Beta umlykur Kaupmannahöfn með sinni stórbrotnu framkomu. Ótrúlegt, hreint út sagt ótrúlegt.

Anonymous said...

Sjöfn þó ...... ertu búin að sýna myndbandið af vinkonu þinni ha ha ha. Vá hvað skammarorðið "þó" lítur illa út á prenti. Ætli það sé skrifað öðruvísi?
Er búin að kíkja á færsluna tvisvar og kem mér ekki í að reyna að lesa dönskuna. Skil ekki hvaðan stúdentsprófið í dönsku kemur. Hlýt að hafa fundið það utan á Tuborg flösku eða eitthvað.

Anonymous said...

Stundum hefur maður það á tilfiningunni, að eitthvað hafi brugðist, bæði í kennslu og uppeldi, þegar ritverk afkomenda og annarra tengdra aðilja eru lesin hér á veraldarvefnum.pabbi

Anonymous said...

Stundum hefur maður það á tilfiningunni, að eitthvað hafi brugðist, bæði í kennslu og uppeldi, þegar ritverk afkomenda og annarra tengdra aðilja eru lesin hér á veraldarvefnum.pabbi

Anonymous said...

Brugðist !!!!! hér er ekkert nema tær ritsnilld og speki á fleygiferð í beinan karllegg frá þér kall minn......

Anonymous said...

Brugðist minn rass (my ass). Þú finnur ekki fríðari, fræknari, flottari, fyndnari, frábærari, ferlegavelskrifandi fólk Yngvi minn. Aðallega samt þessir tengdu aðilar sem þú varst að tala um sko :o) Samt ekki tengdafólk eða neitt svoleiðis ...... bara ég sko.

Anonymous said...

þið eruð öll frábær.

Anonymous said...

Sko loksins gat hann viðurkennt frábærleika okkar þessi elska.