Smókingbumban
Ég er farinn að skilja af hverju allir eru svona feitir hérna á Íslandi.
Það er bara allt allt of mikil velmegun.
Það er matur alls staðar, og matur er nú bara þannig að maður borðar ef maður er svangur.
Og svo borðar maður aðeins meira, ef maður skyldi nú ekki fá aftur mat fljótlega.
Og svo eru allar þessar kökur og allt þetta nammi ekki til að bæta málið. Maður getur reynt að sleppa því að borða nammi.
...en það skeður nú ekki mikið þó að maður fái sér einn mola, vel.
og þá er maður fallinn og hættir ekki fyrr en skálin er tóm.
Ég stefni á að bæta á mig 5kg í sumar, ná mér í smá forða fyrir veturinn. Kaupa sér svo smóking og þá er maður kominn í gírinn.
3 comments:
Það eru ekki mikklar líkur á því að þú þyngist miðað við alla þá munnræpu
Það verður að segjast eins og er að þessar helvítis tölvur taka stundum einkennilegar ákvarðanir up úr þurru, en svona átti þetta að vera. Það eru ekki miklar líkur á því að þú þyngist, miðað við alla þá munnræpu sem þú setur á skjá. pabbi.
Eins lengi og ég tek í hansenklettinn annað slagið þá sleppur þetta.
BÚÍAKASSA
Post a Comment