Tour de Blok
Jæja nú er að koma að karnivalinu. Ríó hvað, þegar tour de blok er í gangi hérna í ghettóinu þá verður allt vitlaust.
Fyrir þá sem ekki vita hvað tour de blok er, þá er það kollegíhátíð hér á Hejredalskollegiinu þar sem ég bý. Gangarnir taka sig saman, einir eða sameinaðir öðrum göngum og reyna að hafa flottasta ganginn. Gengið er á milli staða og dýrðin skoðuð og þeim veigum sem boðið er upp á er skolað niður.
Við munum vinna. Við ætlum að hafa Fríða og dýrið þema. Ég er Lumiere, reyni að setja inn myndir þegar að því kemur. Verst að ég á ekki myndavél. Jæja best að fara að mála og gera klárt.