Smá dót
Við vorum að færa aðeins til í svefnherberginu. Reyna að fá meira speis. Það var varla hægt að skipta um föt þarna. Hurðin opnaðist einungis hálfa leið og nærfötin þurfti að pressupakka, skríða yfir rúmið og troða ofan í kassa undir rúmi hinum megin. Ekki optimalt.
...en smá innskot, í nettó getur maður keypt vakúmpakkara til að pakka grænmetinu sínu. Algjör snilld, ég verð að fá svona. Sjjúúúp og svo er grænmetið bara vakúmað, maður getur líka pakkað súkkulaði og kökum og litlum Bono ef maður vill.
Jæja en aftur að ommöbleringunni, ég byrjaði í gær að færa dót fram á gang svo að maður hefði pláss til að flytja rúmið yfir í hinn endann. Og það er ótrúlegt hvað, ef maður er nýtinn, maður kemur miklu drasli inn í herbergi.
Gangurinn var fyrst fylltur
Og svo byrjaði Elín að galdra...