05 February, 2006

Reiði getur af sér reiði

Ég er hættur að vera reiður og pirraður, það tekur of mikla orku.
En ég er ekki hættur að vera þrjóskur. Og ég er ekki hættur að líta í kringum mig.

Wikipedia segir þetta um GDP í þessum löndum.
GDP er mælikerfi fyrir framleiðslu þjóðar, skoðað út frá neyslutölum. GDP = private consumption + government + investment + net exports. Tölur á hvern íbúa segja ekki beint til um lifistandardinn en það er fylgni þar á milli.

Heildar GDP-------------GDP per íbúa í $

  1. USA --------13.1 Billjón -------43 þús
  2. Kína --------7.1 Biljón (2004) -1.6(2005)
  3. Japan -------3.8 Biljónir -------29.9 þús
  4. Íran --------560 milljarðar ----8 þús
  5. Pólland------512 milljarðar ----13þús
  6. Danmörk ---188 milljarðar ----34.7 þús
  7. Sádí Arabía -316 milljarðar----14þús
  8. Jórdan -----24.6 milljarðar----4.5þús
  9. Ísland ------15 milljarðar------52þús
  10. Syría--------------------------1.3þús(2003)

Þetta tók svo langan tíma að ransaka þetta að ég er búinn að gleyma hvað ég lagði af stað með. Ég ætlaði að kanna hversu mikil tengsl væru milli fátæktar og vesens í löndunum. En þetta var svo mikið af tölum að ég missti alveg sjónar á markmiðinu.

Heildartalan segir til um stærð markaðarins í hverju landi, fer náttúrulega töluvert eftir fjölda mannskepna sem búa þar.

Tölur per íbúa segja svo hversu miklu fólk er að eyða á hverjum stað. Ég held að þetta taki mig betri partinn af árinu að skrúfa mig í gegnum þetta. Því að ég veit ekki hvort að það sé tekið inn í að 5000íkr í Danmörku duga lengur en 5000íkr á Íslandi. Þannig að þetta eru kannski ekki samanburðarhæfar tölur, þ.e. ekki er hægt að segja að sá sem eyðir 35 peningum í Danmörku hafi það betra en sá sem eyðir 5 peningum í Jórdan. Það er að sjálfsögðu líklegt en ekki staðfest.

Ég ætla að sofa á þessu í nokkrar vikur, og sjá hvort að ég finni út úr þessu.

En annars til að sýna hvað ég meina, þá er keypti ég í matinn í síðustu viku. 3kg af ávöxtum(25kr) , 3kg af nautahakki (alvöru ekki bland 150kr), brauð, sósur, haframjöl, grænmeti og kex og borgaði um 300dkr fyrir það.

Ég veit nú ekki hversu traustur aðili Wikipedia er, en ef ég skildi þetta GDP rétt þá passaði það við íslenska yfirlitið.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Thjodhagsyfirlit.xls

http://en.wikipedia.org/wiki/Gross_Domestic_Product#GDP_and_standard_of_living

http://www.eia.doe.gov/emeu/cabs/OPEC_Revenues/OPEC.html

www.wikipedia.org

3 comments:

Anonymous said...

en bjórinn kostaði 600 krónur á Hansen, Múhameð snýr sér við í gröfinni þegar hann fréttir þetta. Sexhundruð krónur. 600íkr. 600. 2x600=1200. þetta er hneyksli!

Anonymous said...

það er náttúrulega tóm steypa. Þá er það búið, gjörsamlega búið, allt búið.

Anonymous said...

uss heimur versnandi fer