02 February, 2006

Það hlýtur eitthvað annað að vera að?


Síðustu vikur hefur allt verið að verða vitlaust bæði í Danmörku en þó aðallega í miðausturlöndum og svo verið að teygja sig lengra austur í heiminum.
Ástæðan er sú að Jótlandsbréfið birti teiknimyndir af Múhammeð spámanni í september síðastliðnum. Mótmæli og fánabrennur eru tíðar(ekki í Danmörku) og höfuðstöðvar Jyllandspóstsins hafa verið rýmdar eftir sprengjuhótanir.
Nú hafa önnur dagblöð í Evrópu tekið upp hanskann fyrir Dani og birt myndirnar í sínum blöðum, sumum múslimum til mikils ama.
Þetta er mikil og áhugaverð krísa og eru mörg atriði sem ég skil ekki.
1. Hvernig stendur á því að múslimar standa svo þétt saman? Það eru aðgerðir í fleiri en einu ríki þarna niðri í kúkalabbalandi.
2. Hvernig getur maður réttlætt morðhótanir, mannrán, ofbeldi með því að segja að einhver ljótur maður í Danmörku hafi teiknað skrípó?

Þvinguð rétthugsun, alveg eins og er í öllum löndum þá er ákveðin staðalmynd. Hvernig þú átt að haga þér, hugsa, tala o.s.frv. Maður sér þetta hér og heima og í fréttunum. Verst að þetta er mestmegnis byggt á misskilningi. Fæstir þeirra hafa séð teiknimyndirnar eða vita um hvað málið snýst. Ég hef ekki séð nema eina teikningu og hún er nú ekki merkileg.
Í leiðara jórdansks dagblaðs biður ritstjórinn fólk um að sýna stillingu og skynsama hugsun. Þeir birtu nokkrar myndanna til að fólk sæi um hvað málið snérist. Ásamt því, beindi ritstjórinn athyglinni að því hvort væri verra fyrir islam, teiknimyndir eða sprengjuhótanir og ofbeldi. Hann er ekki vinsæll og fékk tiltal, ef hann var ekki bara rekinn.
Svo datt einhverjum í hug að danska ríkið ætti að biðjast afsökunar, sem betur fer er það ekki á stefnuskránni. Hvernig væri ef ríkisstjórnir ætluðu að fara að taka ábyrgð á öllu sem stendur í dagblöðum, hvað með DV eða Sun, væru þau sorprit með í ábyrgðarskírteininu.
Það er margt sem hægt er að skoða í þessu sambandi, en gremja gagnvart vestrænum þjóðum á líklega stærstan hlut í þessu máli. En á hún að öllu leyti rétt á sér?
Olía drýfur stóran hluta heimsins áfram, peningar líka, það fara ógrynni af peningum til miðausturlanda í greiðslum fyrir olíu. En þeir peningar enda yfirleitt í vasa fárra toppa, sem svo aftur kaupa eitthvað júnk frá Evrópu og Asíu til að vera flottir á því. Ég ætla ekki að segja að ég hafi vit á þessu, en olíuverð er ákveðið af miðausturlöndum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Það er náttúrulega hætta á því að Bandaríkin fari bara í stríð ef þau fái ekki betri prís, en engu að síður er þarna innmoksturstæki peningalega séð. Hvað verður svo um peningana?

En annars að þá eru innflytjendurnir hér orðnir varkárir, farnir að merkja búðirnar með danska fánanum og auglýsa hvað það sé gott að búa í Danmörku. Ég skil þá vel það er gott að búa í Danmörku, en Danir eru orðnir útlendingahatarar svo það er best að passa sig. Ég skil Dani líka vel, ég bý í Litlu-arabíu það er varla að maður sjái Dana hérna.

En nóg í bili, ég kem með fleiri fréttaskýringar seinna.

1 comment:

Anonymous said...

erum við orðnir pólitískir, viltu ekki bara núka þetta lið og málið er dautt. Passaðu þig bara á fuglaflensunni þeir eru allir með hana.