19 April, 2007

Tour de Blok

Jæja nú er að koma að karnivalinu. Ríó hvað, þegar tour de blok er í gangi hérna í ghettóinu þá verður allt vitlaust.

Fyrir þá sem ekki vita hvað tour de blok er, þá er það kollegíhátíð hér á Hejredalskollegiinu þar sem ég bý. Gangarnir taka sig saman, einir eða sameinaðir öðrum göngum og reyna að hafa flottasta ganginn. Gengið er á milli staða og dýrðin skoðuð og þeim veigum sem boðið er upp á er skolað niður.

Við munum vinna. Við ætlum að hafa Fríða og dýrið þema. Ég er Lumiere, reyni að setja inn myndir þegar að því kemur. Verst að ég á ekki myndavél. Jæja best að fara að mála og gera klárt.

10 April, 2007

Sjöfn á bráðum afmæli

og þá á ég líka bráðum afmæli.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað mig langar í, í afmælisgjöf, og ég held að mig vanti íslenska bók, einhverja góða skáldsögu. Ég er aðeins byrjaður að tapa íslenskunni og þarf að fara að æfa mig.

Sömuleiðis þyrfti ég líka danska bók, því eftir að ég fór að einbeita mér að íslensku aftur þá á ég í erfiðleikum með dönskuna. Ég er eiginlegasta barasta rimelig fukked.

08 April, 2007

Erik bygningsingeniør

Bara að athuga hvernig þetta hljómaði.

02 April, 2007

Páskafrí

Og þá er komið að ferðarbyrjun. Legg í hann í fyrramálið klukkan 5 og ferðinni er heitið til Osló.
Ætli sé þá ekki best að fara að byrja að pakka.