19 February, 2006

Internetid biladi

Hvad gerir madur an internets.
Tad er natturulega hægt ad gera fullt. En tegar madur nennir ekki ad gera neitt ta snyr madur ser ad besta vininum.
Sjonvarpinu
Vissud tid ad full utgafa af Das Boot tekur 4 tima og 42 minutur ad spila + pasur.
En annars frabær mynd, flott ad sja hana a tveimur kvoldum, ekki i einu.
Ghost busters 102 min
Phonebooth 84min
Mississippi Burning 143min
Godfather 1 2 og 3 Ekki spyrja.

11 February, 2006

5000Hz er það ekki skítnógu gott fyrir þig.

Lækninum fannst það alla vega, og ef maður lítur á björtu hliðarnar að þá er það betra en að heyra aðeins tóna undir 4999Hz.
En alla vega þá heimsótti ég lækninn um daginn, og hafði toppheyrn á hægra en heyrði upp að ca. 5000Hz á vinstra. Rest gæti komið einhvern tíma seinna en ekkert hægt að fullyrða. Heyrnin er samt ekki stærsta vandamálið, ég á í erfiðleikum með að liggja.
Ég meina það, hvers konar vandamál er það, þetta er náttúrulega bara rugl.
En það er eitthvað bilað í jafnvægiskerfinu, eða einhverju öðru og þegar ég ligg og sný höfðinu til vinstri þá fæ ég sjóntruflanir og svima.
Merkilegt.
Já það þykir mér.
Ef ég ligg nógu lengi á vinstri hliðinni þá hverfur það. En þá get ég ekki staðið upp í nokkrar mínútur. Jaa, Ég get reyndar staðið upp, en þá verð ég að halda mér í eitthvað.

Fer í brein skanning eftir mánuð ef þetta lagast ekki.
En nú vandast málið, læknar vita náttúrulega ekkert í sinn haus. Svo að nú bið ég um tilboð í sjúkdómsgreiningu.
Ég fæ líka hausverk, ekki stingandi, frekar svona doða í yfirborðið.
Og hálsinn og herðarnar eru bólgnar og fastar.
Og það suðar í vinstra eyranu.

06 February, 2006

Eitt í viðbót og svo er ég hættur.

Ég átti í deilum við Tyrkja í gær um margumtalað málefni.
Hann vildi koma mér í skilning um það að ég ætti að taka tillit til múslima. Og ég sömuleiðis koma honum í skilning um það að múslimar ættu að taka tillit til mín. Þetta gekk hægt.
En eitt af því sem að hann sagði vakti mig til umhugsunar. Þeir brenna fána og sendiráð af því að þeir halda að þeir hafi ekki annarra kosta völ, ef þeir gera það ekki þá eru þeir linir og missa sinn stall meðal annarra múslimaþjóða.
Og þá fór ég að spá aðeins, jújú gott og gilt. En weit a minit, við tökum alveg gríðarlega mikið tillit til þeirra aðferða í diplómatíi.
Dæmi, Múhammeð - íslenski fáninn. Ísland = Syría Bandaríkin = Danmörk
Amerískt dagblað birtir myndir af fólki í fötum búnum til úr íslenska fánanum og einhverjum feitum Ameríkana í fánanærbuxum.
Allt verður vitlaust á Íslandi (segjum að sambandið hafi verið slæmt fyrir) og við kveikjum í Bandaríska sendiráðinu og því Kanadíska líka af því að þeir eru vinir Bandaríkjamanna.

Í raunveruleikanum myndum við(alla vega ég) verða helvíti súr og heimta afsökunarbeiðni frá viðkomandi dagblaði. En það er ekkert víst að Bandaríkjamenni átti sig á þessu, þeir halda jafnvel að þeir séu að sýna okkur virðingu, sbr. eilífa notkun þeirra á Bandaríska fánanum í fatnað og allt muligt.

En ef við nýttum okkur framangreindar aðferðir, myndi það jafngilda algjörum sambandsslitum og jaðra við stríðsyfirlýsingu af okkar hálfu.

05 February, 2006

Reiði getur af sér reiði

Ég er hættur að vera reiður og pirraður, það tekur of mikla orku.
En ég er ekki hættur að vera þrjóskur. Og ég er ekki hættur að líta í kringum mig.

Wikipedia segir þetta um GDP í þessum löndum.
GDP er mælikerfi fyrir framleiðslu þjóðar, skoðað út frá neyslutölum. GDP = private consumption + government + investment + net exports. Tölur á hvern íbúa segja ekki beint til um lifistandardinn en það er fylgni þar á milli.

Heildar GDP-------------GDP per íbúa í $

  1. USA --------13.1 Billjón -------43 þús
  2. Kína --------7.1 Biljón (2004) -1.6(2005)
  3. Japan -------3.8 Biljónir -------29.9 þús
  4. Íran --------560 milljarðar ----8 þús
  5. Pólland------512 milljarðar ----13þús
  6. Danmörk ---188 milljarðar ----34.7 þús
  7. Sádí Arabía -316 milljarðar----14þús
  8. Jórdan -----24.6 milljarðar----4.5þús
  9. Ísland ------15 milljarðar------52þús
  10. Syría--------------------------1.3þús(2003)

Þetta tók svo langan tíma að ransaka þetta að ég er búinn að gleyma hvað ég lagði af stað með. Ég ætlaði að kanna hversu mikil tengsl væru milli fátæktar og vesens í löndunum. En þetta var svo mikið af tölum að ég missti alveg sjónar á markmiðinu.

Heildartalan segir til um stærð markaðarins í hverju landi, fer náttúrulega töluvert eftir fjölda mannskepna sem búa þar.

Tölur per íbúa segja svo hversu miklu fólk er að eyða á hverjum stað. Ég held að þetta taki mig betri partinn af árinu að skrúfa mig í gegnum þetta. Því að ég veit ekki hvort að það sé tekið inn í að 5000íkr í Danmörku duga lengur en 5000íkr á Íslandi. Þannig að þetta eru kannski ekki samanburðarhæfar tölur, þ.e. ekki er hægt að segja að sá sem eyðir 35 peningum í Danmörku hafi það betra en sá sem eyðir 5 peningum í Jórdan. Það er að sjálfsögðu líklegt en ekki staðfest.

Ég ætla að sofa á þessu í nokkrar vikur, og sjá hvort að ég finni út úr þessu.

En annars til að sýna hvað ég meina, þá er keypti ég í matinn í síðustu viku. 3kg af ávöxtum(25kr) , 3kg af nautahakki (alvöru ekki bland 150kr), brauð, sósur, haframjöl, grænmeti og kex og borgaði um 300dkr fyrir það.

Ég veit nú ekki hversu traustur aðili Wikipedia er, en ef ég skildi þetta GDP rétt þá passaði það við íslenska yfirlitið.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Thjodhagsyfirlit.xls

http://en.wikipedia.org/wiki/Gross_Domestic_Product#GDP_and_standard_of_living

http://www.eia.doe.gov/emeu/cabs/OPEC_Revenues/OPEC.html

www.wikipedia.org

04 February, 2006

Þetta er ekki mér að kenna.

Nú keppast allir við að sverja af sér ábyrgð á skrípómálinu. JP segja að það hafi verið Imamanarnir (skilst að það séu einhvers konar prestar) sem hafi komið þessu af stað með röngum upplýsingum um kóranbrennur og fleira hátíðlegt.
Svo kemur aðal Imaminn og segir, nei herregud det var ikke min skyld. Við fluttum ekki rangar upplýsingar. En svo skipti hann um skoðun og sagði við notuðum bara tjáningarfrelsið okkar. Og svo skipti hann aftur um skoðun og sagði hvaða upplýsingar, þetta eru bara gróusögur. Við vitum ekkert um þessar staðhæfingar. Hann hélt að hann væri háll sem áll en virkaði bara asnalegur. Hann var frekar eins feitur blár flóðhestur í ninjaleik.
Þetta er náttúrulega risamál hérna í Danmörku og í mörgum öðrum löndum. Veit ekki hversu mikið af þessu kemur heim til Íslands.
En það sem fer mest í taugarnar á mér, það sem að gerir mig alveg ógeðslega pirraðan, úrillan og reiðan er þegar talsmenn sumra múslimahópa koma fram, þá tala þeir um hvað þetta sé eðlilegt að vera pirraður og eðlilega hefði mátt búast við þessum viðbrögðum. Við verðum að vinna saman og taka tillit til hvers annars. Það verður að koma til móts við Islam.
Þetta lúkkar vel í sjónvarpi og selur nokkra sleikipinna en hvað meinar fólk.
Má ekki teikna skrípó. Eða má bara ekki teikna skrípó af Múhammeð. Eða má bara ekki stríða múslimum, búhú.
Ég sé bara ekki hvernig er hægt að réttlæta það í danskri menningu (sem er ansi lík íslenskri), að það sé einhver undanskilinn skrípó.
Og það þykir mér RISAstór hluti af þessu máli. Það að mega ekki gera grín að múhammeð er ansi stór biti af minni menningu.
Ein af mínum uppáhaldsteiknimyndasögum er frönsk. Fjallar hún um útúrreykta nunnu, sem gengur um í Dr.Martins og lemur púka og aðra franska embættismenn. Í einni sögunni drepur hún Jesú. Sem er bara sjúkt, en þannig vill ég hafa það og ég er ekki tilbúinn til að fórna því.
Og svo annað, þá var Dönum líkt við Nasista á Sky news áðan. Fólk er náttúrulega alveg snarbilað. Það eru skrípamyndir í dagblaði vs. dauðahótanir, sprengjuhótanir, íkveikjur, árásir og mannrán. Og svo er vandamálið náttúrulega að þeir örfáu sem þora að segja sannleikann eru kallaðir rasistar. Ég horfði á Sky í gær, m.a. umræður um frumvarp sem bannar fólki að gera grín að múslimum. Og til að hafa hlutfallið gott þá var einn á móti þrem í umræðunum. Við verðum að taka tillit til múslima og ekki gera grín að þeim búhú. Þessi eini vildi ekki að það væri sett í lög, og vildi ekki sjá að fólki væri mismunað eftir trúarbrögðum. Það væru lög um meiðyrði og að menn bæru ábyrgð á gjörðum sínum. Og hann var hvað eftir annað kallaður rasisti.
Það er vandamálið með sannleikann, það sjá ekki allir sama sannleikann.

02 February, 2006

Það hlýtur eitthvað annað að vera að?


Síðustu vikur hefur allt verið að verða vitlaust bæði í Danmörku en þó aðallega í miðausturlöndum og svo verið að teygja sig lengra austur í heiminum.
Ástæðan er sú að Jótlandsbréfið birti teiknimyndir af Múhammeð spámanni í september síðastliðnum. Mótmæli og fánabrennur eru tíðar(ekki í Danmörku) og höfuðstöðvar Jyllandspóstsins hafa verið rýmdar eftir sprengjuhótanir.
Nú hafa önnur dagblöð í Evrópu tekið upp hanskann fyrir Dani og birt myndirnar í sínum blöðum, sumum múslimum til mikils ama.
Þetta er mikil og áhugaverð krísa og eru mörg atriði sem ég skil ekki.
1. Hvernig stendur á því að múslimar standa svo þétt saman? Það eru aðgerðir í fleiri en einu ríki þarna niðri í kúkalabbalandi.
2. Hvernig getur maður réttlætt morðhótanir, mannrán, ofbeldi með því að segja að einhver ljótur maður í Danmörku hafi teiknað skrípó?

Þvinguð rétthugsun, alveg eins og er í öllum löndum þá er ákveðin staðalmynd. Hvernig þú átt að haga þér, hugsa, tala o.s.frv. Maður sér þetta hér og heima og í fréttunum. Verst að þetta er mestmegnis byggt á misskilningi. Fæstir þeirra hafa séð teiknimyndirnar eða vita um hvað málið snýst. Ég hef ekki séð nema eina teikningu og hún er nú ekki merkileg.
Í leiðara jórdansks dagblaðs biður ritstjórinn fólk um að sýna stillingu og skynsama hugsun. Þeir birtu nokkrar myndanna til að fólk sæi um hvað málið snérist. Ásamt því, beindi ritstjórinn athyglinni að því hvort væri verra fyrir islam, teiknimyndir eða sprengjuhótanir og ofbeldi. Hann er ekki vinsæll og fékk tiltal, ef hann var ekki bara rekinn.
Svo datt einhverjum í hug að danska ríkið ætti að biðjast afsökunar, sem betur fer er það ekki á stefnuskránni. Hvernig væri ef ríkisstjórnir ætluðu að fara að taka ábyrgð á öllu sem stendur í dagblöðum, hvað með DV eða Sun, væru þau sorprit með í ábyrgðarskírteininu.
Það er margt sem hægt er að skoða í þessu sambandi, en gremja gagnvart vestrænum þjóðum á líklega stærstan hlut í þessu máli. En á hún að öllu leyti rétt á sér?
Olía drýfur stóran hluta heimsins áfram, peningar líka, það fara ógrynni af peningum til miðausturlanda í greiðslum fyrir olíu. En þeir peningar enda yfirleitt í vasa fárra toppa, sem svo aftur kaupa eitthvað júnk frá Evrópu og Asíu til að vera flottir á því. Ég ætla ekki að segja að ég hafi vit á þessu, en olíuverð er ákveðið af miðausturlöndum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Það er náttúrulega hætta á því að Bandaríkin fari bara í stríð ef þau fái ekki betri prís, en engu að síður er þarna innmoksturstæki peningalega séð. Hvað verður svo um peningana?

En annars að þá eru innflytjendurnir hér orðnir varkárir, farnir að merkja búðirnar með danska fánanum og auglýsa hvað það sé gott að búa í Danmörku. Ég skil þá vel það er gott að búa í Danmörku, en Danir eru orðnir útlendingahatarar svo það er best að passa sig. Ég skil Dani líka vel, ég bý í Litlu-arabíu það er varla að maður sjái Dana hérna.

En nóg í bili, ég kem með fleiri fréttaskýringar seinna.

01 February, 2006

Hvernig eru dagarnir á litinn?

Ég var að búa til dagatal fyrir mig, og fór að spá í hvernig dagarnir væru á litinn.
Ég komst að þessu:
Sunnudagur = gulur
Mánudagur = appelsínugulur
Þriðjudagur = blágrár
Miðvikudagur = ljósgrár
Fimmtudagur = dökkgrár
Föstudagur = grár
Laugardagur = Rauður

Af hverju eru þrír dagar gráir? og af hverju er enginn grænn dagur?