Hvernig eru dagarnir á litinn?
Ég var að búa til dagatal fyrir mig, og fór að spá í hvernig dagarnir væru á litinn.
Ég komst að þessu:
Sunnudagur = gulur
Mánudagur = appelsínugulur
Þriðjudagur = blágrár
Miðvikudagur = ljósgrár
Fimmtudagur = dökkgrár
Föstudagur = grár
Laugardagur = Rauður
Af hverju eru þrír dagar gráir? og af hverju er enginn grænn dagur?
4 comments:
http://www.typotheque.com/site/tshirt.php?id=1
Þau voru ekki sammála mér um litakóðann. Ruglað fólk.
Humm ert þú svona grár og gugginn. Full margir gráir dagar. En breytist ekki líka tilfinning manns fyrir litunum eftir því í hvernig stuði maður er.
Mínir dagar eru svona:
Sunnudagur = Rauður
Mánudagur = Blár
Þriðjudagur = grænn
Miðvikudagur = Brúnn
Fimmtudagur = líka brúnn
Föstudagur = Bleikur
Laugardagur = gulur
Það eru líklega engir með sömu litina á dögunum.
Mínir eru svona:
Sunnudagur-hvítur
Mánudagur - rauðbrúnn
Þriðjudagur - svipaður en aðeins öðruvísi blær á honum.
Miðvikudagur - blágrár
Fimmtudagur - grænn
Föstudagur - ljósblár
Laugardagur - rauður aðeins út í brúnt þ.e.a.s.ekki skærrauður frekar dökkrauður og frekar út í brúnt en blátt samt rauðari en mánudagur.
Ég held að Sjöfn hafi svolítið rétt fyrir sér með stuðið og litinn. Ég er ekki viss um að mínir dagar hafi alltaf verið svona á litinn.
Mér finnst Eiríkur líka alltaf rauðleitur en Sjöfn ljósblágrá.
Er ég ljósblágrá? En fyndið er ég svona grá og þreytt alltaf - Eiríkur er náttúrulega rauður af því hann er rauður:o) En mér finnst þetta soldið skemmtileg pæling með litina.
Post a Comment