04 February, 2006

Þetta er ekki mér að kenna.

Nú keppast allir við að sverja af sér ábyrgð á skrípómálinu. JP segja að það hafi verið Imamanarnir (skilst að það séu einhvers konar prestar) sem hafi komið þessu af stað með röngum upplýsingum um kóranbrennur og fleira hátíðlegt.
Svo kemur aðal Imaminn og segir, nei herregud det var ikke min skyld. Við fluttum ekki rangar upplýsingar. En svo skipti hann um skoðun og sagði við notuðum bara tjáningarfrelsið okkar. Og svo skipti hann aftur um skoðun og sagði hvaða upplýsingar, þetta eru bara gróusögur. Við vitum ekkert um þessar staðhæfingar. Hann hélt að hann væri háll sem áll en virkaði bara asnalegur. Hann var frekar eins feitur blár flóðhestur í ninjaleik.
Þetta er náttúrulega risamál hérna í Danmörku og í mörgum öðrum löndum. Veit ekki hversu mikið af þessu kemur heim til Íslands.
En það sem fer mest í taugarnar á mér, það sem að gerir mig alveg ógeðslega pirraðan, úrillan og reiðan er þegar talsmenn sumra múslimahópa koma fram, þá tala þeir um hvað þetta sé eðlilegt að vera pirraður og eðlilega hefði mátt búast við þessum viðbrögðum. Við verðum að vinna saman og taka tillit til hvers annars. Það verður að koma til móts við Islam.
Þetta lúkkar vel í sjónvarpi og selur nokkra sleikipinna en hvað meinar fólk.
Má ekki teikna skrípó. Eða má bara ekki teikna skrípó af Múhammeð. Eða má bara ekki stríða múslimum, búhú.
Ég sé bara ekki hvernig er hægt að réttlæta það í danskri menningu (sem er ansi lík íslenskri), að það sé einhver undanskilinn skrípó.
Og það þykir mér RISAstór hluti af þessu máli. Það að mega ekki gera grín að múhammeð er ansi stór biti af minni menningu.
Ein af mínum uppáhaldsteiknimyndasögum er frönsk. Fjallar hún um útúrreykta nunnu, sem gengur um í Dr.Martins og lemur púka og aðra franska embættismenn. Í einni sögunni drepur hún Jesú. Sem er bara sjúkt, en þannig vill ég hafa það og ég er ekki tilbúinn til að fórna því.
Og svo annað, þá var Dönum líkt við Nasista á Sky news áðan. Fólk er náttúrulega alveg snarbilað. Það eru skrípamyndir í dagblaði vs. dauðahótanir, sprengjuhótanir, íkveikjur, árásir og mannrán. Og svo er vandamálið náttúrulega að þeir örfáu sem þora að segja sannleikann eru kallaðir rasistar. Ég horfði á Sky í gær, m.a. umræður um frumvarp sem bannar fólki að gera grín að múslimum. Og til að hafa hlutfallið gott þá var einn á móti þrem í umræðunum. Við verðum að taka tillit til múslima og ekki gera grín að þeim búhú. Þessi eini vildi ekki að það væri sett í lög, og vildi ekki sjá að fólki væri mismunað eftir trúarbrögðum. Það væru lög um meiðyrði og að menn bæru ábyrgð á gjörðum sínum. Og hann var hvað eftir annað kallaður rasisti.
Það er vandamálið með sannleikann, það sjá ekki allir sama sannleikann.

5 comments:

Anonymous said...

Auðvitað er ekkert sem afsakar ofbeldið og hótanirnar sem þeir eru að fara í gang með núna og þær eru gjörsamlega út í hött. En ég verð samt að vitna í eina góða grein sem var aftan á Fréttablaðinu í gær. Þar sagði "man ekki hvað heitir" að auðvitað verði að virða tjáningarfrelsið og það sé grunnurinn að öllu og alls ekki megi setja lög til að hefta það - sem er alveg rétt. En sumt er bara óviðeigandi. T.d. ferðu ekki í jarðaför og gerir stólpagrín að þeim látna í viðurvist fjölskyldu og vina. Þú mátt það að sjálfsögðu og værir ekkert réttdræpur fyrir það - en það er bara óviðeigandi. Mér finnst soldið í þessu máli að við auðvitað megum við birta skopmyndir af gæjanum -en er það viðeigandi?? Þetta er þeirra trú og í þeirra trú á ekki að birta helgimyndir nei neins konar myndir af kallinum og eigum við ekki að bera virðingu fyrir því. Ég held þetta sé soldið dropinn sem fyllti mælinn hjá stórum hóp þessa fólks því við erum jú ansi fordómafull í þeirra garð og berum litla virðingu fyrir þeirra siðareglum og gildum. Okkur finnst bara að okkar gildi séu þau einu réttu og bestu. ok. takk. búin.

Anonymous said...

Reyndar er ég sammála að það er alveg út í hött fáránlegt að setja lög sem bannað að gera grín að múslimum. Auðvitað verður að fá að gera grín að múslimum eins og öðrum. En það er nú reyndar þannig á Íslandi að það má gera grín að öllum nema forsetanum. Ég held að ef einhver muslimi myndi gera grín af óla grís þá yrði allt í loft upp hér og allir sármóðgaðir. Við myndum samt líklega ekki fara og ræna einhverjum og sprengja hluti:o)

Eiríkur said...

Tilvitnun: "Ef einhver múslimi myndi gera grín að Óla Grís þá yrði allt í loft upp hér".
Þetta er það sem málið snýst um að miklu leyti, að geta gert normal grín án þess að skammast sín. Að fara í jarðarför og gera grín er að sjálfsögðu tabú séð frá okkur. En það er eitt af því sem ég vill opna fyrir umræðu á, megum við ekki halda í okkar menningu. Ef þessar teikningar hefðu verið af George Bush, Óla grís, Dabba Kóngi, páfanum eða Jesú þá hefði enginn tekið eftir þessu. Af því að í Danmörku er þetta normalt. Skilurðu mig. Ef þú værir í landi þar sem að það þætti eðlilegt að gera stólpagrín að jarðaða gæjanum þá myndi maður biðja um tillitsemi fyrir sinni skoðun en maður getur ekki farið fram á að heil þjóð breyti sinni framkomu af því að maður hefur önnur gildi.
Sama yrði jarðarfararhúmoristinn að gera ef hann byggi í landi þar sem það væri ekki vel séð að gera grín.
Mín skoðun er þessi:
Ég viðurkenni að Múslimar vilja ekki sjá Múhameð. Ef ég er í landi þar sem múslimsk gildi eru normið þá teikna ég ekki mynd af Múhameð.
Það væri ókurteisi.
Ég tel mig hins vegar í fullum rétti til að teikna og gera grín að Múhameð í þeim löndum þar sem það er normið.

Anonymous said...

bjórinn kostaði 600kr á AHansen. Sexhundruð krónur!!!!!!

Anonymous said...

Sammála Eiríki og ekki hissa á því að billý blöskri okrið á bjórnum.