Þetta gengur
Þá er eðlisfræðin búin í bili.
Mætti sprækur klukkan 9 í morgun, tilbúinn í allt eða svo til. Taldi mig ver búinn að undirbúa allt saman upp á ca.8 vantaði herslumuninn upp á að hafa þetta allt á hreinu.
Vel efni 4, sem var að lýsa rafsegulbylgjum út frá Maxwell jöfnunum. Maxwell jöfnurnar er samansafn af jöfnum sem Herra Jón Maxwell notaði til að lýsa bylgjueðli ljóss ásamt fleiru.
Nú var minns nokkuð brattur, þetta ætti ekki að vera of erfitt, gæti jafnvel náð 9 út úr þessu.
<5 fall
6 Skilur efnið, kann það að hluta til
7 Skilur efnið, kann slatta en klúðraði prófinu
8 Sama
9 þýðir að maður kann þetta
10 að maður kann þetta of vel
11 að maður kann meira en nauðsynlegt getur talist
13 er fyrir skrítna fólkið sem enginn getur talað við.
Þannig að 9 er það sem maður sækist eftir til að vera nokkuð sáttur.
Svo fer ég inn í undirbúningsherbergið og keyri í allt efnið, nánast utanbókar á þeim 25mín sem ég fékk þar. Svo er ég sóttur í yfirheyrsluna.
Taflan var tóm og Eiríkur líka. En Eiríkur lét það ekki á sig fá, hann kann þetta nú alveg og þarf bara að komast í gang. Jæja svo kemur það, danskan svoldið að vefjast fyrir honum en hann getur nú útskýrt afhverju rafsegulbylgja hefur ekki stærð í útbreyðslustefnuna og þetta virðist nú ganga þokkalega helmingurinn af efninu búinn, búinn að finna ljóshraða og að rafsegulbylgjur ferðast með ljóshraða í tómi. Ný tafla, þar sem nú skyldi sko sýna fram á getuna við að lýsa orkuinnihaldi rafsegulbylgju.
Poynting vektor, lýsir orkuflæði í gegnum flöt og er gefin við
S= u dV
A dt þar sem u = ue + ub = e0E^2 og dV=Acdt
S= e0E^2 Acdt = ce0E^2
Adt
Og svo síðar I=Sav= 0,5(ce0E^2)
Og P=SA
Svona meira eða minna og nú var tekin ný tafla í verkefnið og hún var tóm eins og Eiríkur en nú varð Eiríkur stressaður, því að það kom ekkert. Hann byrjaði að skrifa eitt og annað og babla eitthvað og svo og svo eitthvað annað. En aldrei fer litli strákurinn í gang með neitt af viti, hann lítur yfir sínar fallegu teikningar fallast hendur og er þá beðinn um að útskýra bylgjujöfnuna fyrir sínusbylgju og af því að Eiríkur er svo upptekinn við að reyna að muna þetta einfalda efni með orkuinnihaldið að hann útskýrir bylgjujöfnuna í orði og skrifum án þess nokkurn tíma að hugsa sjálfrátt og það gerði hann sem betur fer rétt og náði þá samhenginu í öllu saman og reddaði sér fyrir horn.
Og þegar litli strákurinn er á leiðinni út segir hann með grátstaf í kverkunum, jeg tror jeg kommer igen.
En úha snillingurinn þótti sýna fram á getu í bylgjufræðum og af látbragði hans þótti þeim sem hann hefði gjörsamlega klúðrað prófinu út af stressi. Og gáfu honum 7.
Sem litli Eiríkur var bara þokkalega sáttur við, svona miðað við frammistöðu.
En þvílíkt klúður, ég er aldrei stressaður í prófi, en það tæmdist bara allt í einu kerfið. Ég mundi ekki einföldustu hluti úr eðlisfræði skildi varla hvað þeir sögðu og allt í tjóni. Og það versta var að ég missti baráttuviljann, um leið og ég gat ekki munað skít þá fór allur baráttuvilji, sjálfstraust og bara allt.
Þetta var holl reynsla, nú skil ég loksins hvernig það er að ganga illa í prófi.
5 comments:
Gott að þetta er búið. Og 7 er glæsilegur árangur það held ég nú. En það er hollt að svitna soldið upp á töflu
Sjöfn og mamma(ykkar) þið ættuð kannski að fara að íhuga kaup af sjálfvirkri "pepp up maskin".
Allt þetta "flott hjá þér Eiki, þú ert svo duglegur Eiki, ekki gefast upp Eiki" hlítur að vera lýgjandi!
Vélinn myndi þá sjá um að kommenta alltaf þegar prinsinn er búinn að blogga.
já og haukur súri þú ættir að festa kaup á sjálfvirkri hrossaskítsvél sem gæti skitið beint inn á commentin um leið og nýtt blog sprettur inn.
Haukur minn, þú ert yndislegur þó þú sért ekki góður í stafsetningu.
Haukur þú ættir að íhuga að fá þér "setja út á aðra" flýtitakka. Það myndi auðvelda þér öll þín skrif á þessari síðu. Sjáumst.
Post a Comment