04 October, 2005

Inflytjendavandamál

Eitt af því sem kom og kemur mér sífellt á óvart er innflytjendavandamál Danmerkur. Ég veit ekkert um það ennþá nema það sem að ég les í blöðunum og heyri á fólki hér. En það er í blöðunum á hverjum degi og maður verður var við það oft á dag. Fór út að skemmta mér um daginn, og svo eins og gengur þarf maður að borða áður en maður fer heim. Við röltum á borgarabúllu og þar inni voru "tyrkir" að vinna eins og er á flestum nætursölunum. Ég reyndi að spjalla við þá en gekk seint þar sem að ég talaði litla dönsku og þeir ekki íslensku en svona lala. Á meðan á þessu stóð þá sneri einn Daninn sér að mér og spurði, hvorfor snakker du med dem?, svona eins og það þyrfti ekki að kasta kveðju á lýðinn. Ekki það að maður tali alltaf við pylsusala en ég var bara að spyrja hann með hverju hann mælti.

Svo er þetta á hverjum degi í blöðunum, ghettókrakkar og normal danir og fleira í þeim dúr. Ég held að þeir séu ekkert að vinna börnin á sitt band með því að kalla þau annars flokks.

En það er víst hluti af þessu "tyrkjapakki" sem virkar ekki almennilega sækir bara bæturnar sínar og fer svo að hanga fyrir utan Bazar vest.

2 comments:

Anonymous said...

Hver er litla systir þín sem þú varst að tala um við Kollu?? veit ekki alveg hvort þú megir eitthvað fá þér nýja systur

Anonymous said...

Það kemur engin í stað þín Sjöfn mín. Hún er líka flutt, þannig að það sleppur.