Skandinavíureisan
Og einhver sagði að það væri frí.
Og það varð frí.
Og einhver vildi fara í ferðalag.
Og allir fóru í ferðalag.
Við, ég og Tyrkneskir skiptinemar, fórum með lestinni til Kaupinhafnar. Svo til Stokkhólms og síðan til Osló, þaðan til Árósa.
Ferðafélagar mínir og það fólk sem kemur næst því að vera vinir mínir hér í Árósum eru tvær stelpur Nazar og Sha og vinur þeirra Cetin. Fínasta pakk.
Dagur 1
Nazar og Sha ákváðu að fara í Skandinavíureisu og við Cetin slógumst í för. Fyrst lá leiðin upp í strætó sem tók okkur niður á lestarstöðina í Árósum. Þar keypti ég gamli maðurinn, löggilding á fullorðnum er við 26 ára aldur í Evrópu, lestarmiða á uppsprengdu verði. Stuttu seinna kemur sjóðheitur, blóðheitur, stórhættulegur terroristi að farast úr illsku af því að rútufyrirtækið gúdderaði ekki stúdentakortið hans og hann fékk ekki afslátt. Cetin keypti sér því miða aðra leiðina til Kaupmannahafnar með lestinni.
Upphafið virkaði vel, fengum laus sæti fyrir okkur öll á sama stað. Stuttu seinna komu réttmætir eigendur og við fluttum okkur annað og svo aftur og aftur þar til við enduðum frammi á salerni í troðstappaðri lest. Þetta var eins og Kópavogsvagninn í skólabyrjun. Börn grátandi, gamalt fólk að pissa í buxurnar og tómt vesen.
En pirringurinn rann af okkur þegar til Köben var komið. Í skyndi var farið upp á gistiheimili og farangrinum pakkað undir rúm. Út í búð og nú skyldi skoða höfuðborg fyrrum drottnara Íslendinga. Matur, ein rauðvín á mann og af stað.
Kvað skal svo skoða í köben, nú marmeyjudýrið, það er það eina sem er frægt í Danmörku. Tyrkirnir vissu ekki einu sinni hvað Tívolí var, hvað þá Legoland. Ekki var langt heim að litlu hafmeyjunni en erfitt var það. Eftir fjögurra tíma ráf um götur lastabælisins komum við að hafmeyjunni og viti menn.
Hún er sæt.
Það var logn. Það var tunglbjart. Mánaskinið lýsti upp reykinn frá iðnaðarhverfinu á hafnarbakkanum og endurspeglaðist í sjónum á bak við dísina, Þar sem hún sat hógvær og auðmjúk á sínum stalli.
Fleira var það svosum ekki það kvöldið. Nema að ég spjallaði við færeyinga sem fannst Íslendingar vera að snobba full mikið fyrir enskumælandi löndum.
Dagur 2
Við fórum á safn. Erótíska safnið þykir spennandi og hreykir sér af því að víkka sjóndeildarhring viðskiptavina sinna. Hátt hreykir heimskur sér.
Það missir alveg marks í því að vera áhugavert. Vantar allan húmor, eða almennilegar söguskýringar eða eitthvað áhugavert. Brjóst og píkur eru meiriháttar, en inni á safni bak við gler illa teiknaðar, hálftími max. Og svo í restina var maður orðinn leiður á þessu. Fór út og settist við götuna og horfði á rassa og brjóst þar til leifarnar af hópnum skiluðu sér.
Svo fórum við í siglingu um síkin. Maður verður meyr með aldrinum.
Kristjanía - súr staður súrt fólk skil ekki.
Um kvöldið settumst ég Nazar og Sha upp í næturlestina til Stokkhólms og skildum Cetin eftir með marmeyjudruslunni.
Dagur 3
National Museum in Stockholm. ææææææði, ég elska söfn brrruuulllll.
Manni verður illt í bakinum á þessu engir almennilegir stólar. Og sýningin var um gamlar mublur frá Svíþjóð. Ú, sjáðu, gamall sími. Frááábært.
Flott borg Stokkhólmur, má eiga það og það besta: music museum.
Aldrei nokkurn tíma hef ég skemmt mér eins vel á safni eins og þar. Fullt af skrítnum hljóðfærum og tónlist og maður fékk að fikta í næstum öllu. Super fantastisk
Dagur 4
Bátsferð um Stokkhólm, mæli með því. Sáum allt. Og svo má ekki gleyma að versla, alltaf gaman að versla.
Næturlest til Osló.
Uss þetta er orðið allt of langt.
No comments:
Post a Comment