Kæra dagbók
Það er nú svosem enginn sem les þetta nema þú Sjöfn. En maður verður að bæta einhverju við annað slagið.
Hér er allt komið í fasta rútínu. Ef ég er ekki þunnur á sunnudegi þá les ég nokkrar blaðsíður og reikna skilaverkefni. Á mánudegi byrjar svo dönskulærdómurinn og maður meikar ca. 8-10 tíma á dag í lestri. Þá er maður algjörlega búinn og fer heim og heldur að maður geti klárað það sem vantar upp á heima en það tekur alveg fjóra tíma að jafna sig svo að maður les í mesta lagi í auka hálftíma klukkan ellefu. Svona eru dagarnir fram að fimmtudegi.
Þá gefast allir upp og fara út á lífið aðeins til að sjá eitthvað annað. Föstudagarnir eru svo frekar léttir og menn keppast við að klára þau verkefni sem eftir eru fyrir 3-4. Því að þá byrjar fredagsbarinn. újé.
Ég tók mér pásu þessa vikuna í drykkju, veitti ekki af var kominn með króníska þynnku. Vaknaði klukkan 9 í morgun og fór út að hjóla í rigningunni ótrúlega ferskur. Þarf svo að safna saman allri stærðfræðiþekkingunni núna, er að fara í próf á miðvikudaginn. Hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því. Ég er bara ógeðslega klár. Viðurkenndu það bara, þú veist það alveg.
1 comment:
hvernig gekk í prófi ógeðslega klári strákur?
Post a Comment