17 June, 2006

Líffræði

Wild mustard er einhver gul planta úti í skógi, með því að rækta vissa eiginleika hennar hafa garðyrkjubændur búið til:
Brokkólí
Cabbage - kálhaus
Cauliflower - blómkál
Brussels sprouts - baunaspírur eða eitthvað álíka.

Mér fannst þetta bara merkilegt.

Einnig hafa garðyrkjubændur ræktað pepsí með sítrónubragði, það eru bara algjörir idjótar. Köld pepsí í mjóu löngu glasi með sítrónu er kannski fín. En volg pepsí með sítrónubragði er bara ekki að virka.

14 June, 2006

Þetta gengur

Þá er eðlisfræðin búin í bili.

Mætti sprækur klukkan 9 í morgun, tilbúinn í allt eða svo til. Taldi mig ver búinn að undirbúa allt saman upp á ca.8 vantaði herslumuninn upp á að hafa þetta allt á hreinu.

Vel efni 4, sem var að lýsa rafsegulbylgjum út frá Maxwell jöfnunum. Maxwell jöfnurnar er samansafn af jöfnum sem Herra Jón Maxwell notaði til að lýsa bylgjueðli ljóss ásamt fleiru.

Nú var minns nokkuð brattur, þetta ætti ekki að vera of erfitt, gæti jafnvel náð 9 út úr þessu.
<5 fall
6 Skilur efnið, kann það að hluta til
7 Skilur efnið, kann slatta en klúðraði prófinu
8 Sama
9 þýðir að maður kann þetta
10 að maður kann þetta of vel
11 að maður kann meira en nauðsynlegt getur talist
13 er fyrir skrítna fólkið sem enginn getur talað við.

Þannig að 9 er það sem maður sækist eftir til að vera nokkuð sáttur.

Svo fer ég inn í undirbúningsherbergið og keyri í allt efnið, nánast utanbókar á þeim 25mín sem ég fékk þar. Svo er ég sóttur í yfirheyrsluna.

Taflan var tóm og Eiríkur líka. En Eiríkur lét það ekki á sig fá, hann kann þetta nú alveg og þarf bara að komast í gang. Jæja svo kemur það, danskan svoldið að vefjast fyrir honum en hann getur nú útskýrt afhverju rafsegulbylgja hefur ekki stærð í útbreyðslustefnuna og þetta virðist nú ganga þokkalega helmingurinn af efninu búinn, búinn að finna ljóshraða og að rafsegulbylgjur ferðast með ljóshraða í tómi. Ný tafla, þar sem nú skyldi sko sýna fram á getuna við að lýsa orkuinnihaldi rafsegulbylgju.
Poynting vektor, lýsir orkuflæði í gegnum flöt og er gefin við

S= u dV
A dt þar sem u = ue + ub = e0E^2 og dV=Acdt

S= e0E^2 Acdt = ce0E^2
Adt

Og svo síðar I=Sav= 0,5(ce0E^2)

Og P=SA

Svona meira eða minna og nú var tekin ný tafla í verkefnið og hún var tóm eins og Eiríkur en nú varð Eiríkur stressaður, því að það kom ekkert. Hann byrjaði að skrifa eitt og annað og babla eitthvað og svo og svo eitthvað annað. En aldrei fer litli strákurinn í gang með neitt af viti, hann lítur yfir sínar fallegu teikningar fallast hendur og er þá beðinn um að útskýra bylgjujöfnuna fyrir sínusbylgju og af því að Eiríkur er svo upptekinn við að reyna að muna þetta einfalda efni með orkuinnihaldið að hann útskýrir bylgjujöfnuna í orði og skrifum án þess nokkurn tíma að hugsa sjálfrátt og það gerði hann sem betur fer rétt og náði þá samhenginu í öllu saman og reddaði sér fyrir horn.

Og þegar litli strákurinn er á leiðinni út segir hann með grátstaf í kverkunum, jeg tror jeg kommer igen.
En úha snillingurinn þótti sýna fram á getu í bylgjufræðum og af látbragði hans þótti þeim sem hann hefði gjörsamlega klúðrað prófinu út af stressi. Og gáfu honum 7.
Sem litli Eiríkur var bara þokkalega sáttur við, svona miðað við frammistöðu.

En þvílíkt klúður, ég er aldrei stressaður í prófi, en það tæmdist bara allt í einu kerfið. Ég mundi ekki einföldustu hluti úr eðlisfræði skildi varla hvað þeir sögðu og allt í tjóni. Og það versta var að ég missti baráttuviljann, um leið og ég gat ekki munað skít þá fór allur baráttuvilji, sjálfstraust og bara allt.
Þetta var holl reynsla, nú skil ég loksins hvernig það er að ganga illa í prófi.

13 June, 2006

Er ég kem heim í búðardal.

Er búinn að kaupa miða heim.

Mæti í eilíft sumar kl.23:55, sunnudagskvöldið 25.júní.

01 June, 2006

Eiríkur þú ert snillingur

En samt frekar slappur snillingur.

Þá er efnafræðiprófið búið og er ég nánast sannfærður um að ég hafi staðið prófið. Held meira að segja að ég gæti hafa náð 7.

En efnafræðipróf eru bara algjört krapp og kjaftæði, t.d. svaraði ég A við einni spurningu, sem er hárrétt, en allir hinir svöruðu B, sem er vitlaust, þá er skrifað í lausnirnar: A er réttast en fólk fær líka rétt fyrir B af því að það er líka séns á að það geti gerst.

Og svo svara ég öðrum spurningum með A eða B eða hvað það nú er, þá er það ekki hægt, þá er bara ein "rétt" lausn sem prófhöfundur ákveður. Þetta er samsæri, rasismi og ekkert annað.

Talandi um rasisma, þá eru nokkrar matsölur í skólanum. Ein sú alræmdasta sem ég geri allt til að sneiða hjá er í stærðfræðideildinni. Ég er búinn að kvarta nokkrum sinnum við skólabræður mína um mismunum í verðlagningu, það er nefnilega þannig kerfi að þær mega meta hversu mikið ég set á diskinn og svo kostar maturinn frá 250-350íkr. eftir áhuga og ég þarf alltaf að borga toppprís.
Í október síðastliðnum hætti ég að kaupa mat þar, en nú hitti svo á að eðlisfræðimatsalan var lokuð og ég ekki með neitt nesti. Ég held út til 10 aðfram kominn af hungri, svo verður klukkan 11, ég er farinn að missa mátt í útlimum, klukkan slær 12 og ég er farinn að fá ósjálfráða taugakippi, nú verður eitthvað að gerast. Ég skríð út í lyftu og fer niður í kantínu. Jæja, þetta lúkkar nú ekki svo slæmt, fiskur frá 200-300 nokkuð gott.
Svo tek ég einn fisk, nokkrar kartöflur og sósu og ætla svo að borga.
300kall takk.
300 kall ertu ruggluð, ég gæti ekki haft minna magn á disknum án þess að fá helmingsafslátt.
Ég sagði það reyndar ekki en ég minntist á að þetta væri nú asnalega vegið hjá henni. Og hún urrar bara eitthvað á dönsku. Svo kemur skólabróðir með 8kg á disknum og það er bara smíl og 250.
Ég missti mig bara og öskraði á hana RASISTI.
Grýtti svo kartöflunum í kokkinn: Þú ert ljótur og asnalegur og þú heldur að ravioli sé hérað í Norður-Noregi. Djöfull eruð þið minnimáttar

fáviti

Helvítis andskotans auli
ég vona að garnirnar gauli
gefi sig og þú kúkir kolum
og kynlífið það sé í molum
Meistari kokkur það mætti halda
að þú megir aldrei heima elda
því allt sem þú gerir er algert krapp
og þú ert RASISTI.

24 May, 2006

Tetta var ekki gamma var tad.

Jæja ta er tad ordid stadfest, eg er nørd.

Fyrr i dag notadi eg, i kasual samtali, ordid gamma geislar, beta geislar og geislavirkt protin.

Mer leid svoldid skringilega tegar eg attadi mig a tessu.

rock on brothers and sisters

07 May, 2006

því það er komið sumar

úha

Ég fór út að hlaupa í dag, fann nauthólsvíkurstíginn. Þar sem fólk þykist vera að hlaupa en er bara sýna stinnan rassinn og skoða aðra rassa. Svo skokkaði ég niður í bæ og í gegnum almenningsgarðinn, þar skokkar enginn. Nema ég, úha, blómin eru farinn að springa út í sumarblíðunni. Eftir nokkuð karlmennskulegt hlaup í gegnum garðinn, kassinn út, herpa rasskinnarnar saman, stút á munninn og ekki anda nema á fimm mínútna fresti, tók ég á rás heim á leið. Þá skokkaði ég í gegnum huggulegt hverfi, en hús hafa ekki mjög hvetjandi áhrif, þannig að nú fór minn að þreytast. Koma svo Eiríkur, bara tvær mínutur að gatnamótunum og svo tvær heim að næstu. Hver er sterkastur, Eiki. Hver er fljótastur, Eiki. Hver ætlar að hlaupa rest...
Og svo komst ég heim, alveg að niðurlotum kominn, eftir tæplega 15km skokk, það sem maður gerir ekki fyrir sæta rassa.

En hér er ný uppskrift, virkilega góð.
1 dós kókosmjólk
1/2 dós ananasbitar
300g kjúklingur í bitum.
200g hrísgrjón
1 laukur
2 gulrætur fyrir litinn.
nokkrir sveppir

kjúklingur steiktur, kryddaður með chili eða einhverju öðru eitri. Ég hafði hann virkilega sterkan því að kókosinn og ananasinn eru svo sætir.
Laukur, sveppir og gulrætur settar út í og steiktar með.
Ananas og kókos helt yfir.
Hrísgrjónin soðinn og helt út í.

Þetta tókst merkilega vel, svona sterkt sætt jumsi gumms. Dugir fyrir ca. þrjá fullorðna.

Svo var ég með eitthvað fleira en er alveg búinn að gleyma því hverju ég blandaði saman, þar.

02 May, 2006

Til hamingju herra Eiríkur

Loksins fann ég mig aftur í náminu. Er að skrifa ritgerð um genameðferð, það er merkilegt. Undir genameðferðar flokkinn fellur ýmislegt eins og lækning krabbameins sem á reyndar langt í land og lækning SCID (severe combined immunodeficiency) sem menn byrjuðu fyrir nokkrum árum að fikta með. SCID sjúkdómurinn er single gene, sem þýðir að eitt gen í kroppnum er gallað.

Yfirlit (í mjög stuttu máli)
Mennirnir eru með 23 litningapör. Litningarnir geyma gen. Genin segja til um framleiðslu m.a. prótína í frumunum. Ef gen er bilað þá getur prótín framleiðslan klikkað og það haft í för með sér ægilegar afleiðingar.

En alla vega börn með SCID hafa óvirkt ónæmiskerfi og það er hægt að redda þeim á ýmsan hátt.
Geyma þau í loftbólu (David varð 12 ára)
Græða heilbrigðar frumur úr öðru fólki í þau. (David dó)
Gefa þeim lyf sem hjálpa þeim að verjast sýkingum. (David hefur líklega verið dáinn)
Eða dadaradd
Laga til í genunum. (hefðir átt að þrauka í loftbólunni)

Maður býr til retróvírus, sýkir (ekki David því hann dó) sjúklinginn og þar sem að retróvírusar eru þannig úr garði gerðir að þeir setja sitt erfðaefni inn í frumurnar þá erum við búinn að koma virku erfðaefni inn í frumurnar og sjúklingurinn getur sjálfur framleitt framvarðasveitina til að slást við óboðna gesti.
Kúl eða hvað.
Þetta er náttúrulega enþá í prófun en hefur sést virka. En svo er náttúrulega galli að vírusar eru ekki gáfaðir, þeir eru sniðugir og þeim er alveg sama hvort að þeir séu með tösku fulla af seðlum eða einhverju öðru, þeim finnst bara kúl að vera vírusar. Og þar af leiðandi geta þeir stökkbreyst frá upphaflegri byggingu og ruglað kerfið.
Í því lá smá problem í lækningu við XSCID týpu sjúkdómsins. Flestir fengu ónæmiskerfi og gátu farið að hafa það þokkalegt, en sumir fengu í kaupbæti ólæknandi sjúkdóminn hvítblæði.
Og það er náttúrulega bara ves.

En þetta er ég að læra, hvernig vírusar virka, erfðaefni, uppbygging fruma og svoleiðis. Og þetta er bara orðið gaman aftur. Sjitt hvað mér var farið að leiðast.
Á næstunni er svo verkefni um samskipti fruma (efnafræði).