Asterix í Chamonix 3
Frábært veður, frábær dagur.
Og til að gera hann enn frábærri þá kíkjum við aðeins á Cosmiques gilið. Þó að vitum að það sé búið að trakka það til helvítis.
Nau, nau nauts, það er nánast ófarið. Hvað skal nú gert? Skyldi reynt, skyldi örlögunum storkað, skyldi næsta þrepi í rennslisfimi náð. Nei, ekki í dag. Kannski sem betur fer. Dæmi hver fyrir sig.
En nú er allavega góð ástæða til að snúa aftur. Nú veit maður að þetta er alveg hægt.
Myndirnar ljúga svoldið held ég (vona ég) þó að þetta sé erfitt, þá er það ekki svona skelfilegt.
En alla vega fórum við ekki niður þann daginn. Heldur rúlluðum niður barnabrekkuna á eftir hinum. Túristaleiðin er virkilega fín leið, magnað útsýni, liggur yfir sprungusvæði (lions, tigers, bears, oh my) og svo niður mer de glace (merde glass).
En hvað sem gerist, þá skal maður halda kúlinu, það er alveg möst.
...og helst að hafa ljósmyndara sem festir augnablikið á filmu.
1 comment:
Váts hvað þetta er flott. Fór í Bláfjöll um daginn ...... er þetta ekki af svipuðum kaliber :o)
Þið eruð bara kúl
Post a Comment