Asterix í Chamonix 2
Þegar niður í sólskinsbaðaðan bæin var komið eftir dásamlegan dag á skíðum, var farið nokkuð fljótlega í Apótekið til að kaupa nauðsynleg verkjalyf og stoðtæki.
Ég, uppfullur af orku, réðst á fjallið. Í fyrstu ferð og nánast fyrstu beygju, fór ég í hrútaleik við jörðina. Stangaði helvítið af öllu afli svo undirtók í dalnum (fannst mér). Jörðin gaf sig ekki og harðhausinn ekki heldur, þannig að hálsinn lét undan. En það var ekki látið á sig fá (lyfjavísindin eru á góðri leið) frekar en veðrið.
Nágrannar okkar í skíðaleigunni voru algjörir spaðar, svo að heppilegast var að tala við þá um leiðir og færi og veðurspá og fleira.
Ég fór niður til að kanna: "Fyrirgefður herra Froskur, en heldurðu að það sé í lagi að renna sér niður Grand Envers leiðina eftir hádegi, svona upp á snjóflóð og svona. Því að það er alltaf skýjað fyrir hádegi."
Herra Froskur: "Hvad for noget, ohh oui Gran envö. Það er nú alltaf ákveðinn áhætta í að renna sér á skíðum. En á morgun þurfið þið ekki að hafa neinar áhyggjur það verður sól allan daginn."
Frábært, þá er það ákveðið.
Næsti dagur byrjaði nú ekki eins vel og maður hafði búist við.
En Spaðafroskum skal treysta.
Upp í fjall fórum við og skyldi bara taka því rólega í blindunni. Finna byrjunina á leiðinni og svo bíða eftir sólskininu.
Sól sól skín á mig, ský ský burt með þig.
Upp í blámann stefndum við ótrauðir. Komum í miðasöluna, 33 evrur settar í bakkann. Ungfrú litli sæti froskur: "Það er óveður uppi, ekki hægt að skíða niður. Tu va sikker on this."
Skíðatöffari:"óveður það getur ekki verið, ég er með vottorð frá spaða. Upp skal vaðið."
"Oui, oui, monsieur, hier ist deine karte."
Kláfurinn ruddist upp, inn í skýjabakkann og svo sást ekki meir þann daginn. Fórum fullir bjartsýni út á hrygginn ógurlega, þar sem eru 1000m fall á aðra hliðina og 300m á hina. Eftir nokkra tugi metra var ákveðið að skella sér í línu svo að við myndum allavega finna hvern annann á leiðinni. Eftir þvæling á fjallinu í tæpa tvo tíma, var nútímatæknin tekin í notkun.
Riinng Riiinng
Já, Siggi hérna.
Þetta er Örvar, hvað ná skýin langt niður.
Langt.
Og það var nú bara of mikið fyrir okkur og við snérum við. En nú voru góð ráð dýr, því að það sem hafði verið slæmt skyggni og stórkostlegur púðursnjór á leiðinni niður , var nú blint og helvítis fyrihöfn á leiðinni upp. Og þó að við séum nú allir íþróttamenn í fremstu röð, þá tekur snjólabb í þriggja og hálfskílómeters hæð alltaf vel á. En upp í kláfstöð komumst við þó þokkalega heilir (þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Örvars að senda mig í dauðann). Fengum töluverða athygli japanskra ferðamanna, sem að sjálfsögðu þótti þetta nokkuð magnað að einhver væri svo vitlaus að vaða út þetta veður.
En spaðanum skeikaði aðeins, það var á næsta degi sem sólin kom og heillaði okkur.
En nú höfðum við verið þarna á svæðinu í 5 daga og veðrið alltaf að gabba okkur svo að við vorum orðnir sinnulausir og varkárir. Og í því lágu mistökin, of seinir að ákveða leið. Of seinir af stað. Og of seinir að fá miða. Við fengum kláfsæti klukkan hálfeitt og því var hugmyndin að rúlla niður túristaleiðina frá Midi. Enda búið að trakka allt annað niður og við allt of seinir á ferðinni, njö njö njö.
Blessuð sólin elskar allt
No comments:
Post a Comment