Ikeahöllinni er byggð í litalandi.
Ég hef verið í stuði síðustu daga og fékk heimilisbætingabakteríu.
Keypti borvél og ætlaði nú aldeilis að láta vegginn finna fyrir því.
Vélin er solid, 3kg eða eitthvað svoleiðis og með fullt af verkfærum með, málband og allar græjur. Tréborar, stálborar og síðast en ekki síst steinborar.
Ég valdi mér stað til að hengja gítarhanka og réðst á vegginn. Áður en að ég komst í gegnum málninguna var þessi eðal steinbor kominn í kléssu. Án gríns þá held ég að hann sé úr kókdósaáli. Ég var nú svoldið súr af því að fékk ekki einu sinni að gera út af við borvélina.
Gatið er á bak við hurð þannig að það er í lagi.
En svo varð ég að finna mér eitthvað annað að gera.
Lita
Það er bara fátt skemmtilegra.
Nú er baðherbergið, hvítt og svart það verður að hafa ljós og skugga.
Grænt, rautt og ekki gleyma bláum sem nær herberginu saman í eina heild.
Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb.
Ég myndi sýna myndir en ég gleymdi minniskortinu í fartölvunni hans Arnórs.
7 comments:
Gættu þess bara ljúflingur að verða ekki snarruglaður á öllum þessum litum og er ekki ráð að fá sér betri bor? Borvélin gæti verið fín en borarnir lélegir.
Hér snjóar og snjóar - ágætt veður-logn en skýjað.
Það er held ég líka snjór fyrir sunnan. Í það minnsta voru biðraðir í Bláfjöllunum í gær.
Nýr bor er á dagskránni, það þarf bara að finna einhverja verslun sem selur almennilega bora.
En þetta er ógeðslega kúl (ennþá). Þegar maður kíkir inn á baðherbergið er ekki mikið til að taka eftir, aðeins 2 hvítir veggir og einn blár ásamt bláu lofti. Svo sér maður rauða rörið undir vaskinum. umm umm allt í lagi ekki of mikið af litum. Þá sest maður niður og fer að kúka og díses kræst það standa 2 2m drjólar upp úr gólfinu. annar skærrauður og hinn eplagrænn. Og svo eru það smáatriðin, mjóu vatnslagnirnar sem leiða kalda vatnið og heita vatnið eru í sitthvorum litnum. Önnur er svört og hin er ljósblá, svo ljósblá að hún virkar hvítari en veggirnir. Töff, hahn.
Flott
borvél, það verða allir að eiga borvél.
úú þú ert svo sætur.....
Ertu enn að dást að litunum ? Fær maður ekkert meira að heyra? Hér var að fara út úr dyrunum frænka þín frá Norðfirði og sagði þær fréttir að Lovísa væri búin að eignast 15 marka dóttur. Við ætlum á þorrablótið á Norðfirði á morgun. Vonandi verðurðu búin að skrifa e-ð skemmtilegt þegar við komum til baka á sunnudaginn.
Ætlaðirðu að hengja upp gítar bak við hurð?? Nýr ´bor nýr bor jamm jamm. Til hamingju með nýju frænkuna þína. Og að sjálfsögðu til hamingju með flotta baðherbergið, geðveikt maður
Post a Comment