08 January, 2006

Grænmetissúba

Og svo uppskrift 2, þessa geta nú allir gert.

Loksins eftir nokkur ár af tilraunum tókst mér að gera súpu. Það er súpu án hjálparmiðla eins og krafts eða maggi poka. Vandræðin hafa falist í því að þær hafa bæði verið bragðlausar og skrítnar.

Og trikkið var ekki merkilegt.

Fyrst setur maður svoldið af olíu í botninn á pottinum og hitar hana.
Svo setur maður svoldinn slatta af grænmetinu í botninn og frussar það
svoldið.

Erfiðara var það ekki, þegar grænmetið er steikt í olíunni nær maður bragði út úr því.

Svo bætti ég líter af vatni út í, salti, pipar, smá grjónum og meira grænmeti.
Ekki sjóða grænmetið of lengi því þá verður það bara að mauki,
Gjörsvovel
Þessi fína grænmetissúpa úr fersku hráefni frá Bazarnum á hálftíma.

Ég hrærði líka eggjahvítu út í til að þykkja hana, þá verður hún agalega ljót, en ekki verri.

Það sem ég notaði var:
Graslaukur
paprikka
eitthvað beiskt grasdót sem ég kannast ekkert við.
squash það er græni félagi avókadósins, líkist helst gúrku.
salt 2 tsk
pipar eitthvað smotterí
2 eggjahvítur
2 msk olía
1 líter vatn

2 comments:

Anonymous said...

Ekki að það þurfi e-ð að vera æsa þig upp í neina vitleysu...

http://www.chamonix.net/english/webcam/chamcam.htm

djöf...er ég orðinn heitur

Anonymous said...

ég æsist allur við að hugsa um heitan Hauk....