29 January, 2006

Dagatalið hefur sagt sitt álit.

Skólinn klárast 30.júní, eða það er síðasti mögulegi prófdagur. Og byrjar aftur 28. ágúst.

Nú er bara að finna vinnu.

27 January, 2006

Þá er það afstaðið í bili.

Kláraði stærðfræði í morgun, gekk frábærlega.

26 January, 2006

Hversu ruglaður ertu?

http://www.4degreez.com/misc/personality_disorder_test.mv

Persónuleikaprófið sýndi að suma af mínum persónueiginleikum mætti skýra með mildri persónuleikatruflun. Það eru náttúrulega allir snarrruglaðir.
En ég var milli schizotypal, milli narcissistic og alvarlega histrionic. Það pössuðu nú ekki allar greiningarnar en bottom lænið passaði held ég.
Ég talaði mikið, var athyglissjúkur og hafði sérvitran hugsunarhátt.
En svo sögðu "þeir" að ég væri grunnhygginn, gervilegur, lygi að vinum mínum og ætti erfitt með að mynda sterk vinatengsl.
Þannig að þetta féll eiginlega um sjálft sig, þ.e.a.s. þetta var bara vitleysa. Ergo-Ég tala ekki mikið, ég er ekki athyglissjúkur og ég er auðveldari að lesa en barnabók.

25 January, 2006

Hvaðan ertu? Ísland er best í heimi.

Ég fór í partý í fyrrakvöld að kveðja nokkra skiptinema sem eru að yfirgefa pleisið. Skiptinemar og annað útlendingapakk dregur sig svoldið saman hérna.
Jæja, og þarna er ég búinn með rauðvínsflöskuna mína, held reyndar að einhver annar hafi drukkið meirihlutann (ræt), og langaði í öl.
Sé þá Ameríkana í vandræðum með einn kassa af bjór. Af kurteisisástæðum og af því að mér þótti það lúmskt, ákvað ég að hefja samræður sem svo vonandi myndu enda í því að hann gæfi mér einn öl.
(Ég) Hi
(USA) Hi, nice to meet you.
E- Are you sure?
U- What?
E- How can you be sure it's nice to meet me, we've only just met. For all you know I might be a real bastard. Sorry, just joking. It's just a figure of speech right.
U- Yeah, no worries. I am from USA.
E- Yes, I noticed.
Og af því að ég hafði tekið eftir hreimnum hjá honum þá fóru samræðurnar strax út í það hversu stoltur hann væri af því að vera Bandaríkjamaður. Ég reyndi hvað eftir annað að vinna mig út úr þessum samræðum með að spyrja hann um þessi og hin skíðasvæði í Bandaríkjunum. En alltaf komum við aftur að þjóðerniskenndinni hjá honum.
U- Tell me are you proud of being Icelandic.
E- I can tell you I wouldn't want to have been born anywhere else, but I really don't understand the question. My identidy is not so firmly based on nationalistic ideas (ég laug, ísland er best í heimi og ég hata útlendinga).
En svo hélt þetta áfram þar til ég slapp með því að segja að á Íslandi væru Tyrkir réttdræpir. Fékk mikil og sterk viðbrögð en allt kom fyrir ekki hann gaf mér ekki bjór.
En þetta var samt rosalega gaman, ég er búinn að hitta tvo kana og báðir eru þeir ágætis drengir en þjóðarstoltið er alveg að gera út af við þá. Ég er fyrstur að viðurkenna að Ísland er best í heimi, það er ekki það að maður skilji ekki hvernig þjóðarímyndin getur verið föst í sjálfstæðisbaráttunni, en ég þarf ekki alltaf að tala um það. Þess vegna fundu menn upp fótboltann, svo að maður gæti rætt um eitthvað gjörsamlega meningslöst við hvern sem er.

21 January, 2006

En nú er þetta breytt....

...það bara gerist aldrei neitt.

Þess vegna hef ég ekkert skrifað.

Ég fer í stærðfræðipróf á föstudaginn í næstu viku, hef verið að undirbúa mig undir það með skólafélögunum. Og svo æfa líkama og sál. Borða ávexti.

Fann verslun sem selur bora, festi upp gítarhankann.

Málaði herbergið hjá Nazar, málningin kláraðist áður en ég var búinn og það er agalega ljótt.
Veit ekki hvort að ég nenni að gera eitthvað í því.

jamm.

Hér snjóar, frýs og hlánar á víxl.

14 January, 2006

Ikeahöllinni er byggð í litalandi.

Ég hef verið í stuði síðustu daga og fékk heimilisbætingabakteríu.
Keypti borvél og ætlaði nú aldeilis að láta vegginn finna fyrir því.
Vélin er solid, 3kg eða eitthvað svoleiðis og með fullt af verkfærum með, málband og allar græjur. Tréborar, stálborar og síðast en ekki síst steinborar.

Ég valdi mér stað til að hengja gítarhanka og réðst á vegginn. Áður en að ég komst í gegnum málninguna var þessi eðal steinbor kominn í kléssu. Án gríns þá held ég að hann sé úr kókdósaáli. Ég var nú svoldið súr af því að fékk ekki einu sinni að gera út af við borvélina.

Gatið er á bak við hurð þannig að það er í lagi.

En svo varð ég að finna mér eitthvað annað að gera.
Lita
Það er bara fátt skemmtilegra.
Nú er baðherbergið, hvítt og svart það verður að hafa ljós og skugga.
Grænt, rautt og ekki gleyma bláum sem nær herberginu saman í eina heild.

Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb.

Ég myndi sýna myndir en ég gleymdi minniskortinu í fartölvunni hans Arnórs.

12 January, 2006

Eðlisfræðin búin

Ég fékk 10 hújé.

Af 13 en 10 samt hújé