08 January, 2006

Kjötbaka, ohh hvor var hun god.

Það er mikið gaman hjá mér hér í Danmörku að elda. Hráefnið er töluvert ódýrara en heima svo að maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég þarf að þróa bananalaxinn aðeins meira en kjötbakan sem ég prófaði í gær var asskoti góð.

Ég notaði 1stk. brauð úr bakaríinu ekki formbrauð heldur svona sporöskjulaga.
En það hafði þokkalega harða skorpu allan hringinn, svona eins og baguette brauðin eru, sem er möst.

400g nautahakk
2 stk. tyrkneskur pipar. ljósgrænn
1 stk tyrkneskur pipar sterkur. dökkgrænn
2. stk hvað það nú heitir graslaukur eða eitthvað þannig. Þeir voru afskaplega litlir þannig að hálfur eins og þeir eru heima á íslandi myndi duga.
4 meðal kartöflur.
1 eggaldin, avókadó held ég hann var svona eins og feitur blámaður með grænt hár.
ost.

Deig
1 bolli hveiti
4 matskeiðar vatn
1-4 tsk. salt.

Númeró únó, piparinn er skorinn niður og settur á pönnuna og hitaður í olíunni, ekki steiktur bara svona sviss sviss.
Kjötið er sett út í og steikt og mixað með piparnum. Krydda eftir smekk, ég kryddaði ca. 4 falt á við það sem ég geri venjulega. En ég krydda yfirleitt nánast ekki neitt.
þannig að 4 x nánast ekki neitt = 4 x 0 = 0.
Svona þegar ég fer að spá í það þá kryddaði ég örugglega tífalt á við venjulega, enda var það líka aðeins yfir strikið, hún var of sölt hjá mér.
Á meðan kjötið steikist eru kartöflurnar flysjaðar og skornar í bita. Þær eru síðan settar út í og bætt vatni með til að þær nái að sjóða aðeins.
Blaðlaukurinn skorinn niður og settur út í.

Svo fer maður að dunda sér aðeins í deiginu, þetta var ekki fallegt deig, en það var ágætt á bragðið.
Hveiti og salti blandað saman og vatni skvett í. Það verður að skvetta því á annars meiðir sig einhver. Mix og max og voila það er komið kjötbökudeig, ef ekki er brauð fyrir hendi er eflaust hægt að búa til bökuna bara úr deigi, ég prófa það næst.

Jæja nú eru kjöthrúgan búinn að sjóða í smá tíma, og þá er ágætt að skera niður blámanninn og henda honum út í og mixa.

Yes, ekki gleyma að það þarf að skera toppinn af brauðinu og grafa sig niður í það.
Svo má moka kjöthrúgunni af pönnunni yfir í brauðið, pas på það má náttúrulega ekki blotna of mikið. Svo setti ég nokkrar ostsneiðar ofan á kjötið. Deigið er svo lagt yfir gatið, ég þarf ekki að segja ykkur að fletja það út fyrst er það. Fínt að skvetta eða pensla smá olíu á deigið svo að það verði svolítið stökkt og salta smá.

Svo er draslið bakað í ofni þangað til deigið er orðið gott á bragðið, þetta tók mig 15mín á 150 í blástursofni með grilli. Það eru örugglega 25-30mín í venjulegum á 200.

Þessi dugaði fyrir 3 og það var smá afgangur, þannig að með meðlæti dugar hún vel fyrir 4.

Og hún var bara ógeðslega góð. aðeins of sölt en hún þarf að vera vel krydduð, því að kryddið fer svoldið í brauðið. Og það skiptir náttúrulega ekki öllu máli hvaða kryddjurtir eru notaðar, það má þess vegna vera papprikka og laukur fyrir tyrkneska piparinn. Þetta var bara í ísskápnum hjá mér.

Bara tilhugsun, fær mig til að langa í aðra. Brauðið varð stökkt og blautt á sama tíma mmmm, deigið varð svona salt brauð til að spísa með og kjöthrúgan var alveg eðal.

og að bæta við beikoni ohhhooohsllleeeef, og kannski smá jalepeno og ananas húje.

23 December, 2005

Ævintýri Dabba Kóngs

1.kafli

Í litlu landi í litlu ríki, á litlum kolli í litlum sal hvíldu tveir fætur. Hvorugur vildi vera þarna en þeir voru fastir við búk og við búkinn tengdust armar. Hvorki armarnir né búkurinn vildu vera þarna heldur, en á toppnum sat höfuð og það réði hvað var gert. Höfuðið var ýmist kallað herra eða yðar hátign og þótti afar merkilegt hvar sem það kom. Engin ávarpaði fæturna svo hátíðlega, þeir voru þarna og gerðu það sem þeim var sagt. Í rauninni höfðu þeir aldrei spáð neitt sérstaklega í aðstöðuna, þeir unnu bara þarna. Þeim þótti nefnilega frekar gaman að vinna, gangandi, hlaupandi, stökkvandi voru þeir í essinu sínu. Lengi vel hafði konungur þó lítið hreyft sig annað en frá svefnherberginu og inn að hásæti sínu þar sem að hann sat allan daginn, hlustaði á ráðgjafa sína og þóttist stjórna ríki sínu. Svo lengi að fæturnir, þessir fyrrum stæltu vöðvar, voru farnir að hrörna, rétt eins og ríkið sjálft. Konungur hafði ekki farið um sveitir landsins frá því hann tók við völdum af föður sínum, ekki gengið um vel hirt tún leiguliðana, ekki klifið fjöllin á leið til nágrannaríkjanna. Hann hreyfði sig ekki neitt, hann var orðinn latur, illgjarn harðstjóri sem gerði engum gott nema sjálfum sér og varla það. Hann var óhamingjusamur
:
bla bla bla... ég er óhamingjusamur njö njö njö. Ráðgjafi gerðu mig hamingjusaman.
Og æðsti ráðgjafi segir, skemmtikraftar gera mig hamingjusaman. Fullt af skemmtikröftum lala LAA.
OJJ öuagh kallarðu þetta skemmtun. Þú ert auli, þú ert fýlupoki, þú ert dauður,
VERÐIR.
:
Næstæðsti ráðgjafi gerðu mig hamingjusaman.
Leiðin að hamingju hvers manns felst í góðum mat. Bestu kokkarnir, besta hráefnið og BARA góður matur.
OJJ öuagh fiskur.
Þetta er humar yðar hátign, hvítlauksristaður humar, algjört lostæti.
Ojj öuagh þetta er fiskur. Þú ert ræfill, þú ert mötuneytiskokkur, þú ert fiskur, VERÐIR
:
Næstnæst æðsti ráðgjafi gerðu mig hamingjusaman.
Hamingjan er falin í faðmlagi konu. Fallegustu konurnar komu fyrir konung og bla bla bla.
Ojj öuagh, þú er ljót litla ljót.
FARÐU.
NÆST.
Jaá, þú ert falleg, það er að segja ef þú værir STRÆÆTÓ.
Ojj
ertu frá bíldudal eða eitthvað, öuagh.
Þú ert asnalegur, þú ert ljótur, þú getur ekki andað.
:
En næstnæstæðsti ráðgjafinn var lævís og klókur og kom með krók á móti bragði.
Herra kóngur ég kann trikk.
Ókei, man, þú færð að anda í tvær mínútur í viðbót.
:
Og ráðgjafi hans sagði að sama hversu illa honum liði þá gæti hann samt verið hamingjusamasti maðurinn í ríkinu. Fyrst þegar hann heyrði það fannst honum þetta fásinna og lét hýða ráðgjafann. En honum leið ekkert betur við það, aftur á móti áttaði hann sig á því að ráðgjafanum hlaut að líða verr. Hann hugsaði sig um, kallaði svo til hershöfðingjana og sagði þeim að hann hyggðist verða hamingjusamasti maður landsins.
:
Hey yous þarna, þið skuluð fara um landið og rassskella rest, kapísh.

19 December, 2005

Ég kem

Í kvöld klukkan 22:20. Beikon afþakkað, hestur og mee já takk.

16 December, 2005

Eg heyri!

Mer fannst bara vert ad minnast a tad ad eg er farinn ad heyra a vinstra. Ekki mikid en tetta er alla vega byrjun.

13 December, 2005

Wulfmorgenthaler





12 December, 2005

Því hún er svo sæt.

Eva Sóllilja og Grettir bróðir.
Svenni og Kristín Sif, mér fannst þetta bara svoldið töff mynd og ákvað að setja hana með.

11 December, 2005

Jólagjafir

Þær eru æðislegar.
Í jólagjöfum kristallast allt tilfinningamengi mannsins.

Tilhlökkun ég fæ örugglega jólagjöf þetta árið
kvíði fæ ég ekki örugglega jólagjöf þetta árið
gleði jú ég hlýt að fá jólagjöf þetta árið
angist nei það gefur mér aldrei neinn neitt
kærleik þessi bleika lopapeysa er fín (það er hugurinn sem skiptir máli)
hatur Þessi bleika lopapeysa er fín
stress ég þarf að drífa mig að kaupa jólagjafirnar
djöfull er ég feginn að þetta er búið

Og svo eru það blessaðir jólagjafalistarnir, því hvernig annars á maður að finna jólagjafir.
Ég sá einn nýlega þar sem að viðkomandi var svo innilega hjálpsamur við jólainnkaupin að hann var tilbúinn til að panta og kaupa jólagjafirnar sjálfur ef á þyrfti að halda.

En ég er búinn að leysa vandann, ég er danskur og hér borða menn svín.
Ég ætla því að gefa öllum einn lítinn bleikan Dana í jólagjöf, með brúnni sósu og smá rabbabarasultu.