Jólagjafir
Þær eru æðislegar.
Í jólagjöfum kristallast allt tilfinningamengi mannsins.
Tilhlökkun ég fæ örugglega jólagjöf þetta árið
kvíði fæ ég ekki örugglega jólagjöf þetta árið
gleði jú ég hlýt að fá jólagjöf þetta árið
angist nei það gefur mér aldrei neinn neitt
kærleik þessi bleika lopapeysa er fín (það er hugurinn sem skiptir máli)
hatur Þessi bleika lopapeysa er fín
stress ég þarf að drífa mig að kaupa jólagjafirnar
ró djöfull er ég feginn að þetta er búið
Og svo eru það blessaðir jólagjafalistarnir, því hvernig annars á maður að finna jólagjafir.
Ég sá einn nýlega þar sem að viðkomandi var svo innilega hjálpsamur við jólainnkaupin að hann var tilbúinn til að panta og kaupa jólagjafirnar sjálfur ef á þyrfti að halda.
En ég er búinn að leysa vandann, ég er danskur og hér borða menn svín.
Ég ætla því að gefa öllum einn lítinn bleikan Dana í jólagjöf, með brúnni sósu og smá rabbabarasultu.
3 comments:
mig langar í benzin að drekka.....
ummm það hljómar nú bara ljómandi vel bleikt kjöt og nóg af sultu
Ég hef bara alveg gleymt að líta bloggið þitt og sé svo að búið er að skrifa heilmargt. Ég er rosalega fegin að þú ert orðinn hressari. Ég hlakka ofslega mikið til að fá bleika svínið og sulturnar.
Post a Comment