Á mörkunum
Ég gafst upp áðan og fór heim og sofnaði, klukkan hálf fimm. Það var næs, var að standa upp og ætla að fara að finna mér eitthvað að lesa. En ég er bara ekkert sáttur við þetta ástand, ég er að læra 8-12 tíma á dag. Og svo þegar við bætum þessum klukkutíma sem fer í að hjóla til og frá skóla og svo venjulegum kúk og piss og röfl tíma. Þá geri ég bara ekkert annað en að lesa, eða hugsa um að lesa. Ég tók upp nýjar lestrarvenjur fyrir 2 vikum reyna að komast yfir efnið í skólanum og vera í fríi heima. Síðustu tvær vikur hef ég mætt klukkan 8 og ekki farið heim fyrr en eftir 17 á daginn. Þetta hefur gengið ágætlega, þar til að maður fór að átta sig á því að maður komst ekki yfir allt efnið á þessum tíma og þurfti að fara að lesa á kvöldin líka. Og nú er danski vinur minn ákveðinn í að hætta og ætlar til Parísar eftir jól og búa með konunni sinni. Ég er þreyttur.
Hitti samt íslending sem vinnur í skólanum, er eðlisfræðingur og vinnur í við að búa til dót í geimför. Hann segir að þetta sé gaman, hann fær að "leika sér" allan daginn.
Ég tek á því fram að jólum, sé svo til.
2 comments:
Hættu nú þessu væli maður....þú átt ekkert að komast yfir allt efnið....málið er við háskólanám er að læra að sjá hvað skiptir máli og hvað ekki! Öðruvísi nærðu þessu ekki.
"quit¹ = [kwit] vb. forlade (fx the town); opgive; fratræde; gå fra (fx a job); holde op med; droppe; (uden objekt) flytte; tage bort; gå sin vej;
hmmmm þetta hjómar ekki vel er það!
Haukur J
Ég fór heim og svaf í 16tíma. Ég er alveg búinn að sjá hvað skiptir máli. Og nú fá helvítis þjóðverjarnir að kenna á því.
Post a Comment