Og nafnið er....dadaramm
He-man
Það var eitt gott laugardagskvöld, Barnaby löggimann var búinn að ná þrjótnum. Stórhættulegt glæpakvendi sem píndi og myrti fólk til að ná sér í nokkra aukapeninga. Hún hafði viljað fara í sólarlandaferð, en aldrei átt næga peninga. eða eitthvað álíka. Enskir smábæir eru líklega hættulegustu búsvæði sem maður finnur. Um kvöldið var Elín ekki viss hvort að það væri allur æsingurinn í Barnaby eða hríðir sem væru að trufla hana svo að við fórum nú bara að sofa. Réttara væri að segja að ég fór að sofa og Elín undi mér það, blessunin ;) Elín svaf lítið um nóttina en ég, svo þungsvæfur sem ég er, var alveg klár á því að þetta væri nú bara en ein pirringsnóttin þar sem litli sveinn léti aðeins á sér kræla en færi svo aftur í felur. Ég svaf þokkalega, gerði nokkrar aumkunarverðar tilraunir til samúðarklapps en var ekki til stórræðanna tiltækur. Um hálfsex var nú ekki lengur vafi á hvað væri í vændum svo að við fórum á fætur og fengum okkur morgunmat. Rúmlega sex fór vatnið og hríðarnar vour orðnar óþægilegar. Við hringdum á sjúkrahúsið og þar sem að vatnið var svoldið grænt, þá sögðu þau okkur að kíkja við. Leigubílstjórinn mætti á svæðið, nánast grænn af stressi og brunaði af stað. Okkur fannst nú nóg um þegar hann skrúfaði niður rúðuna og byrjaði að væla eins og sírena....væææææííííílllll (eða þannig, hann var nú ekki alveg svo stressaður). Við komum á sjúkrahúsið tíu mínútur í átta og þá var fæðingin þegar farinn að taka óbærilega á mér, ég vældi eins og smákrakki í hvert sinn sem Elín kveinkaði sér. Elín stóð sig þó eins og hetja þrátt fyrir snöktið í kallinum. Hún missti aðeins móðinn þegar að, eftir 2 tíma í óbærilegum sársauka, hún fékk að vita allt væri enn í startholunum. Nú hef ég lofað að vera ekki með einhverjar stórkostlegar lýsingar, en ef einhver er fædd til að eiga börn þá er það Elín, 0-9 á einum og hálfum tíma. Sunnudaginn 26.júlí klukkan 11:37 kom sonur í heiminn. Eftir stífa en stutta törn á fæðingardeildinni stökk guttinn út, krumpaður, fjólublár og krúttlega ljótur. Fallegasta fjólubláa rúsína sem ég hef séð.
Litli Drengur nokkurra stunda gamall.
Litli Drengur með móður sinni á þriðja degi.
Afrekslisti:
Þetta er gáfaðsta barn sem að ég hef hitt, og nú þegar er hann búinn að:
pissa, prumpa, ropa og freta
pirrast, orga og væla
brosa, æla og brjóstin éta
búmmelúmma og gæla
Eftirmáli:
Hann hefur það gott, hann sefur núna í sófanum með mér á meðan ég skrifa tilkynningar. Mamman fékk leyfi til að leggja sig aðeins. Ég býst við að hann vakni fljótlega. Hann hefur nú sofið óralengi, rúmlega tvo tíma :þ Þegar hann hefur það gott þá höfum við það líka gott. Elín er þreytt, skiljanlega hefur nánast ekki sofið síðustu fjóra sólarhringa. Við erum svo heppin að við fáum ómetanlega hjálp frá Ingrid, mömmu Elínar, sem kom í heimsókn til að kíkja á fyrsta barnabarnið koma í heiminn. Bið að heilsa, takk fyrir kveðjurnar og hafið það gott.
Skrifað af
Eiríkur
klukkan
19:09
13
létu vita
Skrifað af
Eiríkur
klukkan
09:51
5
létu vita
Við vorum að færa aðeins til í svefnherberginu. Reyna að fá meira speis. Það var varla hægt að skipta um föt þarna. Hurðin opnaðist einungis hálfa leið og nærfötin þurfti að pressupakka, skríða yfir rúmið og troða ofan í kassa undir rúmi hinum megin. Ekki optimalt.
Gangurinn var fyrst fylltur
Skrifað af
Eiríkur
klukkan
16:47
5
létu vita
Við búum í þessari blokk. Hún er risastór.
við búum hedna
Skrifað af
Eiríkur
klukkan
21:24
7
létu vita
Barnið er til staðar. 2 fætur og 2 handleggir og 1 höfuð. Agalega sætt verðandi beibí. Svo fengum við mynd, þetta er barnið. Það liggur og flatmagar og horfir til himins. Höfuðið er til vinstri ef þetta er eitthvað vandamál.
Skrifað af
Eiríkur
klukkan
14:04
4
létu vita
hehe, thad er alltaf fínt ad hanga adeins í vinnunni. Er ad vinna fyrir Hoffmann verktaka. Their hafa yfirumsjón med byggingu skrifstofuhúsnædis í midbæ árósa. Ég rølti um og sparka í idnadarmenn. Fardu frá, ekki leggja tharna, gerdu eitthvad, geturdu ekki hamrad eitthvad feita svínid thitt. Hvar er hjálmurinn?
og svoleidis...
Svo sit ég vid skrifbordid og teikna myndir af bilastædum, kaffiskurum og ruslagámum. Thetta er allt ljómandi fínt.
Annars er allt í himnalagi hjá okkur Elínu. Vid njótum veru okkar í nýju íbúdinni. Med dásamlegt útsýni yfir bæinn.
Bumban stækkar og dafnar á Elínu. Mín er hinsvegar farinn ad minnka. Ég tel thad vera ad thakka dýrustu sundferd sem ég hef nokkurn tíma farid í.
Fór í sund og keypti 12 mida kort fyrir 370dkr. Notadi einn mida og týndi svo kortinu.
Thad er dýrt ad synda í danmørku en 7000kall fyrir eina sundferd finnst mér adeins of mikid.
Svo mikid ad ég fæ thad ekki af mér ad fara í sund aftur fyrr en eftir 2-3 mánudi. Svona thegar kortid væri uppurid ef ég hefdi haft thad.
Svo erum vid aktív í ad møblera íbúdina okkar. Thetta fer brádlega ad verda klárt. Ég smídadi rúm um daginn. Sagadi nokkrar spýtur og skrúfadi saman í thetta dásamlega rúmstell. Madur getur nánast gengid uppréttur undir thad.
En ég gleymdi ad saga med grímu svo ad ég fékk ryk og lím og annad vesen nidur í lungun. Vard ansi slappur á tví. Tók nokkra daga ad fá skítinn úr lungunum. En svo versnadi thad tví ad svo fékk Elín líka kvef. Og sømu einkenni og ég hafdi haft. Thannig ad til ad hafa vadid fyrir ofan sig thá tjekkadi ég timbrid sem ég notadi (MDF-pløtur). Og thad getur valdid thessum einkennum ef tví er ekki lokad almennilega. Thannig ad nú stendur rúmid úti á svölum og bídur thess ad vera málad.
En svo er Elín bara ordinn svoldid veik, litla skinnid. À medan ad thad losnar um slímid hjá mér, svo ad thad bendir til thess ad thetta hafi bara verid tilviljun.
Annars er thetta MDF ryk algjør vidbjódur, fyrst brann thad í lungunum, svo í hálsinum og svo hef ég verid kvefadur í viku.
Jæja bid ad heilsa, leiter.
p.s. Vid komum til Íslands um páskana. Erum frá 2.apríl til 13.apríl.
Og ef ad thid munid thad ekki thá á Sjöfn tvíburasystir afmæli thann 15.apríl.
Skrifað af
Eiríkur
klukkan
10:30
2
létu vita