29 October, 2008

Hallæan

Úfff, ég er vandrædum.

Drukkum kaffi hjá afa og ömmu Elínar á mánudagskvøldid. Svo ösnudumst vid Elín til ad segja já takk vid bíltúr út til Lærøy med Afa. Huggulegur sunnudagsrúntur hugsudum vid og svo fengum vid afa til ad keyra okkur heim.

GUD MINN GÓDUR, PASSADU THIG Á BÍLUNUM.

ERTU BLINDUR MADUR.

NEI EKKI STOPPA HÉRNA NEIIIII

FLJÓTUR SKIPTU UM AKREIN, THÚ ERT Á VITLAUSUM VEGARHELMINGI.

HJÁÁÁLP

NEI THETTA ER FÍNT, THAD ER ÖRSTUTT HEIM, VID GÖNGUM BARA.

HLAUPTU ELÍN, HLAAAUUUPTUU HANN ER FARINN AF STAD AFTUR

Svo ad nú erum vid ad reyna ad finna góda afsøkun fyrir tví ad sleppa vid túrinn á sunnudaginn.

Ég vill reyndar bara segja thad vid hann ad hann sé blindur og geti ekki keyrt. En Elínu finnst thad allt of erfitt og svo skilur hann ekkert hvad ég segi.

Mér datt í hug ad hringja til sonar hans og fá hann til ad gera thad. En hvad sem skedur thá byrjar sú vitneskja med tví ad hann verdur pirradur og keyrir út til Lærøy á sunnudaginn til ad sýna ad hann geti enn keyrt.

úff, thetta er hrædileg klemma. Ég finn ad ég er ad verda veikur, en vid notudum thad sídast svo vid verdum ad finna nýja afsökun.

Annars gengur allt sinn vanagang. Ég er ekki enn búinn ad finna vinnu á næstu önn en er med alla anga úti. Thad gengur hægt ad fá svör. Kristinn frændi var fljótur med svar, bara ekki thad rétta. Vid stefnum enn á Ísland og svo Bergen í ödru sæti. Gæti thó endad med Grænlandi.
Löppin skánar hægt, mjög hægt, ég ætla ad kíkja til sjúkrathjálfarans aftur fljótlega. Peningalega höfum vid thad fínt. Thad marborgar sig ad vera gódur vid olíugreifynjur :)

ég tharf ad koma nokkrum myndum úr símanum og út á netid. hugsa ad thær séu allt í lagi.

well leiter dúds

15 October, 2008

Orsökin fundin á fjármálakrísunni og lausnin.

Las grein á mbl.is.
http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/14/baksvid_karlhormonin_og_hrun_markadanna/

Jamm það er rétt, þetta er köllunum að kenna, þetta hefði aldrei getað gerst ef að það væri kona við stjórnvölinn.

Er það ekki bara möguleg lausn, taka alla karlmenn út af vinnumarkaðinum og senda þá heim að baka.

26 September, 2008

Nýtt innlegg

hmm hvar á madur ad byrja.

Byrjum á hnénu. Fór til læknis, og thar sem ad ég er útlendingur án nokkurra möguleika á tryggingakorti (sex mánada reglan) thá tharf ég ad fara á slysó thegar ég fer til læknis. Sem er svosem allt í lagi. Thannig ad ég fór á slysó, fann lækni, og sýndi honum røntgenmyndirnar sem svo sýndu ad allt var í lagi. Hann hristi hnéd eitthvad, fannst thad svoldid laust og sagdist halda ad sjúkrathjálfi gæti nú reddad thessu. Vid røltum yfir til sjúkrathjálfans og hún er upptekin, en ég fékk tíma daginn eftir, sem var kúl.
Thetta tók fjóra tíma.
Daginn eftir hringi ég og fæ tíma um ellefuleytid. Og thar sem ad ekki er hægt ad treysta á strætó hér í Bergen thá fer ég snemma af stad, svona ef ske kynni ad ég thyrfti ad labba. Inn á bidstofu, hálftími thar, inn til thjálfa og inn í einhverja kompu, klukkutími thar, út til thjálfa og svo spyr hún hvad ertu ad gera hér. Ég reyni ad útskýra ad ég sé med gamlan álagsskada sem neiti ad fara í burtu.
Og hún spyr aftur, en hvad ertu ad gera hér, er thetta ad versna.
Nibbs, thetta er nokkurn veginn ótholandi jafvont og sídustu thrjá fjóra mánudi.
og thá kemur thad, ég get ekki hjálpad thér, thetta er slysó, thú verdur ad vera slasadur. Og svo fékk ég ávísun á sjúkrathjálfa fyrir utan slysó.
Fjórir tímar thar.
Og svo var thad sjúkrathjálfararitarinn, hún var svo upptekin móttökunni ad hún nennti ekki ad láta einhverja leidinda kúnna vera ad trufla sig. Endadi alltaf med tví sjúkrathjálfarnir komu og spurdu fólk hvad thad vantadi.
En thetta var nú ekkert stórmál fyrir tholinmóda Eirík sem svo ad lokum uppskar laun erfidisins. Hitti herra Lars sjúkrathjálfara og hann snéri upp á hnéd af øllum kröftum, sagdi svo ad ég væri ordinn aumingi med enga vödva og skipadi mér svo ad hætta ad ganga.
Sýndi mér svo nokkrar æfingar fyrir mjadmirnar og sagdi mér ad halda áfram ad synda og byrja ad lyfta.
Og ég hlýddi, og thad eru komnar 2 vikur og thetta gengur bara thokkalega. Fór í hjólatúr í fyrrakvøld og gekk bara ljómandi. Er alveg helaumur í mjödminni en er ad vona ad thad sé bara threyta eftir allar thessar mjadmaæfingar. Hnéd segir ekki svo mikid, smá píp eftir ad ég missti af strætó í gær, helvítis strætótar, ekkert hægt ad stóla á thetta helvítis strætókerfi hérna.
Lars sagdi ad ef ég hlýddi thá ætti thetta ekki ad taka meira en tvo mánudi ad ná upp vödvastyrk í löppinni og svo væri ég ordinn nokkud normal.
Svo ad thetta er allt saman bara frábært.

Annars er Bergen alveg stórkostlegur bær, svona útlitslega séd, hverjum dettur í hug ad byggja svona.
Félagslega erum vid hinsvegar ekkert ad brillera. En vid höfum hvort annad og systkini Elínar (Bródir Trond og systir Iril).
Ég tek félagslega tháttinn fyrir í næsta pistli. Ætla fyrst ad prófa ad gera smá atferlisbreytingar hjá mér, sjá hvort ad adrir vinklar dugi betur á Nordmanninn.

Blessi í bili.

27 August, 2008

Jæja tha

Heil og sæl øll sømul

gaman ad segja fra tvi ad eg er kominn med adgang ad tølvu og interneti herna i skolanum. Einnig er eg kominn med sima og allar græjur. Madur er ad verda innfæddur.
Farinn ad skilja norsku og borda lufsur og drekka rigningu.

Jessir, thetta rullar allt saman. Hef svosum ekkert ad segja i augnablikinu.

30 July, 2008

Fréttir-Fréttir-Fréttir

Feita stelpan á horninu er ekki lengur feit.

Litla systir eignaðist aðra gullfallega dóttur og heilsast móður og barni vel.

Til hamingju Sjöfn og Einar.

29 July, 2008

8 dagar eftir

Þetta er bara eins og að bíða eftir jólunum...
...bara svo miklu skemmtilegra.
Þó að maður viti alveg hvað er í pakkanum njá njá grr

17 July, 2008

Dásamlegar fréttir

Hin æðislega kærasta mín, hún Elín ætlar að heimsækja mig í ágúst og passa að ég komist heilu og höldnu heim til Noregs.
Ég hlakka svo til, ég hlakka svo mikið til.
en dagarnir eru svo lengi að líða.

Jæja best að byrja að baka.