25 September, 2007

Dagbókarfærsla: Klakamótið 2007

Athugið hér er á ferðinni dagbókarfærsla ekki gamansaga, þetta er bara einhver runa.

Ég fór í fótbolta um daginn.
Notaði heila helgi í það.

Fór á klakamótið, dadara. Klakamótið er árleg íþróttasamkoma íslenskra karlmanna búsettra í Danmörku og nágrenni. Og þarna var Jón mættur, og þarna var Sigurður mættur, og Gummi og Jói, og Bubbi og Frikki. Þarna mætist alveg hellingur af fólki og maður getur verið viss um að hitta einhvern sem maður hefur ekki séð lengi og átti síst von á að hitta þarna.

Meðal annars var þarna ungur maður úr Hafnarfirðinum, sem ég þekki ekki og átti alls ekki von á að hitta. Man ekkert hvað hann heitir eða hver hann er, en hann var í Víðistaðaskóla á sama tíma og ég, líklega einum árgangi á undan. Þegar ég mæti til Horsens á föstudagskvöldið kl. átta þá tekur hann á móti okkur á 4. hæðinni og er að gera sig tilbúinn til að skúra gólfið, með andlitinu. Þá hafði hann ásamt öðrum Kaupmannahafnarbúum tekið langferðabíl fyrr um daginn og voru þeir alveg gjörsamlega á sneplunum þegar hér var komið við sögu.
Sem betur fer gerði ég mér grein fyrir því að þeim gæti maður ekki náð, svo að ég fór á skólapöbbinn með nokkrum úr mínu liði. Einn þeirra hann Andri gat nú ekki hugsað sér að vera eftirbátur Köbverja og var á góðri leið með að ná þeim. Ég var ekki í sömu hugleiðingum á þessu tímabili þannig að ég skrapp í heimsókn til Hilla og kíkti á Hilmlöfu frænku.
Hún er voða sæt.
Hilmar er vænn drengur og góður gestgjafi (og Ólöf líka), og svo fór að fljótlega eftir að ég geng út úr íbúðinni þeirra þá er ég orðinn eilítið ruggandi, glaður og graður.
Dadara út á skólapöbb aftur og hitta böddíana.
....engir böddíar...allir farnir niður í bæ.
dadara niður í bæ.
Jæja svo er maður kominn niður í bæ og heldur að það sé nú ekki svo erfitt að finna einn af þessum 150 íslendingum á röltinu, en ekkert gerist.
Svo eftir nokkra bjóra og eitthvað fylleríissnakk þá held ég heim á leið.
Og þar sem að maður er nú ekki í fyrsta skipti fullur í framandi landi þá er maður það rútíneraður að maður veit nákvæmlega hvar maður á að gista. Svo ég dreg upp miðann með nafninu á skólanum þar sem við gistum.
Undskyld mine damer og herrer men hvar er Vejlby skole.
?????Vejlby skole, det ved jeg sku ikke.
Og svo prófum við aftur.
Hvar er Vejlby skole?
Vejlby, er það ekki í árósum.

Og svo eftir nokkrar mínútur af skoðanakönnun í miðbæ Horsens þá kemst ég að því að ég hef skrifað einhverja helvítis vitleysu niður. Nú eru góð ráð dýr, klukkan orðin rúmlega fimm, síminn batteríislaus, ég á enga vini og veit ekki hvar ég á heima.

Ég hafði svona grófa hugmynd um í hvaða átt ég átti að halda þannig að af stað arka ég og hitt fljótlega nokkra pilta sem eru í sömu hugleiðingum, nema á leið í þveröfuga átt.
Nú eru góð ráð dýr, annað hvort að labba í rétta átt eða snúa við og fylgja íslensku dátunum. Sú mest lógíska lausn var valin og snúið við. Eftir nokkrar mínútur er ég búinn að átt mig á því að við erum á leiðinni út úr bænum og það sem betra er ég er búinn að grafa upp nafnið á skólanum. Veifað til næsta leigara og keyrt upp á hótel.

Klukkan er 9:30. Ég er minnst þunnur af liðinu, fyrir utan þá sem voru að koma.
9:35 Framherjinn grætur, kallar á mömmu sína, vill fara heim.
9:38 Framherjinn opnaði augun, sá að hægri kantur hafði það verra. Dreif sig á fætur til að pína hann.
9:42 Hægri kantur orgar af sársauka þegar vinstri bakvörður vekur hann með ljúfu klappi.
9:45 vinstri bakvörður er kominn í stuð og er að vinna í því að vekja hann Valla.
Valli neitar að fara á fætur.
Valli er ekki í liðinu.
Hver er Valli?
Fljótlega spyrst út að það sé verið að leita að Valla.
Hvar er Valli?
Valli slapp ekki þó hann hefði falið sig í herberginu okkar.

10:10 komnir út á völl og leikur að hefjast. þetta er meiriháttar.
10:25 varamaðurinn er lagstur í fósturstellingu á hliðarlínunni, ætlar aldrei að spila fótbolta aftur.
brrrr þetta verður erfitt.

Komst svo í 8 liða úrslit. Sem þýddi að við spiluðum á sunnudeginum líka. óboj.
Þetta líktist bílastæðinu fyrir rúturnar frá Þórsmörk eftir 1.helgina í júlí.
Eintóm hamingja.
Þá er maður búinn að fara á þrjú klakamót og næsta mót verður hér í Árósum þannig að þau verða fjögur.
gaman gaman.

13 September, 2007

Jæja, er þetta ekki orðið nokkuð gott bara.

Var að setja upp quick time forritið, sem er ágætis myndspilar sem maður þarf stundum að nota.
Nema að ég er eitthvað að renna í gegnum leyfisskilmálana og rek svo augun í þetta.

APPLE-SOFTWARE ER IKKE BEREGNET TIL BRUG I FORBINDELSE MED DRIFTEN AF ATOMREAKTORER, FLYNAVIGATIONSSYSTEMER, FLYKOMMUNIKATIONSSYSTEMER, SYSTEMER TIL STYRING AF LUFT-TRAFIK, RESPIRATORER ELLER ANDET UDSTYR, HVOR FEJL I APPLE-SOFTWARE VIL KUNNE MEDFØRE DØDSFALD, PERSONSKADE, OMFATTENDE FYSISKE ØDELÆGGELSER ELLER MILJØSKADER.

Það er samt gott að vita af því að quick time er hvorki ætlað til að stýra kjarnakljúfum né flugumferð.
Ég er að spá í hvort að þeir hafi sett þetta inn upp á djókið, ef einhver skildi nú nenna að lesa skilmálana.
bara að spá.

28 August, 2007

Nýtt stúlkubarn, komið í heiminn.

Herra og frú Ólöf eignuðust dóttur í nótt sem leið.
Gleðifrétt sem er gaman að deila með ykkur.
Hilmari heilsast eftir atvikum vel, sem og Ólöfu og Hilmlöfu litlu.

21 August, 2007

kominn í hinn heim

Mættur í gettóið.

þreyttur, ætla að leggja mig.

Var samferða tilvonandi tengdamömmu minni í lestinni.
Nú þarf ég bara að grafa upp hvað dóttirin heitir og hvernig ég get haft samband.

09 August, 2007

Harry Potter seríunni lokið

Búinn að lesa Potterinn.
Harry Potter dó, eða ekki!!!
Aldrei að vita.
hmm

Kveð potterinn með söknuði.

Bínn að átta mig á því að The Dudleys, fjölskyldan hans Harry, er versta fólk í bókmenntasögunni.
Dudley fær smá persónuleika í síðustu bókinni, svo hann telst ekki alvondur.
En foreldrarnir eru hrein illska. Aldrei hefur verið jafn óskiljanleg illska í sagnaheiminum.
Jú reyndar í hann var kallaður þetta. Þó ekki, því að einstöku sinnum þá sá hún að sér, grýlan í þeirri bók.
En Dudleys hjónin eru ekkert.
Þau eru tóm.
Vond
Herra Voldemort er illmenni, gerir verri hluti en Dudleyarnir, en það er smá lógík í þessu hjá honum. Það er alveg hægt að reikna hann út. Hann er reyndar bæði vitlaus og fyrirsjáanlegur, en það er annað mál.
Þau eru ekkert
Tóm
Vond

13 July, 2007

Hansenhellan er týnd

Fór á hansen í gær. Fékk mér einn til tvo.

Meðan við Valli sátum úti og sugum í okkur orku, fórum við að ræða uppáhalds lokalinn okkar.
Þar sem er þessi hárfína blanda af rónum, fyllibyttum og fastagestum. Það er ekki á öllum börum þar sem aðalfastagesturinn fær mynd af sér til að menn geti litið á ef hann situr ekki í sætinu sínu. Eða stendur ég held að það sé búið að taka stólinn hans.
Einnig hefur sést til The Kell vera að mála bygginguna. Það sést einnig á þakkantinum að The Kell hefur verið að mála bygginguna.

En allavega þar sem við sitjum fyrir utan og verðum sífellt orkumeiri, þá lítum við yfir jarðraskið fyrir utan og sjáum hvergi helluna. Helluna sem er eitt af kennileitum Hafnarfjarðar, ja og í rauninni alls Íslands. Því hellan er vel kynnt á erlendri grund. Hefst nú leit að helluhelvítinu, en hvergi sést kvikindið. Það er því sett á fót keppni um að finna nýja hellu. Matsmenn og dómarar voru þrír: Valli formaður, Beggi sterki og ég Eiríkur nanó.
Reglurnar voru einfaldar, ef ég gat bifað honum þá var hann ógildur. Og það var byrjað á einhverju kríli sem þótti líklegur kandídat.
Iss, þetta var bara fyrir börn og hann nefndist því barnsterkur.
Því næst kom litlu stærra ferlíki og með erfiðismunum tókst nanókrílinu að fá loft undir hann.
Hann var því nefndur krílsterkur.
Þetta gekk nú ekki lengur, og bröltu nú fjöllin tvö Valli og Beggi upp á hrúguna og fundu þar hæfilega stórt bjarg og veltu því niður. Niður kemur það og lætur illa á leiðinni.
Góður kandídat á ferð, það er klárt.
Jæja, þá er nanó látinn gera lítið úr sér.
urr
hniuugggh
urr
hniuuuuggh
URRRR
HNIUUGGGGHH AAARRRGG

Eiríki er þakkað fyrir að þrífa steininn og svo ýtt frá.
Og Valli hefur átökin.
hobb hobb
HNNNNIIIIIIIIUUUUUUUGGGGHHHHH
GGGRRRRR
VRRRRRÆÆÆÆÆLLLLL
AARRRRGGHHH
HNIIIIUUUUUGGGGGGHHHHH PISSSSSSS SJÚÚÚÚ

HA HA girlie man, let me show you how strong man do it.

og Beggi byrjar á því að reyna að hræða steininn burt.
grrRRRRRRRR BRRR BÚÍAKASSA
HNNNNNNNNNNNNNÍÍÍÍÍÍÍÚUUUGGGGGGHHHVVASDFEÆAG
PPPRRRRRRIIISSSUFUUFUUUFJ

BAAAAAAAHHHHHHH DJÖFULSINS ANDSKOTANS HELVÍTIS ANDSKOTANS DJÖFULSINS HELVÍTI.

og þar sem að bæði Valli og Beggi náðu næstum því að lyfta steininum, þá var hann kallaður næstum því nógusterkur.

Smókingbumban

Ég er farinn að skilja af hverju allir eru svona feitir hérna á Íslandi.
Það er bara allt allt of mikil velmegun.
Það er matur alls staðar, og matur er nú bara þannig að maður borðar ef maður er svangur.
Og svo borðar maður aðeins meira, ef maður skyldi nú ekki fá aftur mat fljótlega.
Og svo eru allar þessar kökur og allt þetta nammi ekki til að bæta málið. Maður getur reynt að sleppa því að borða nammi.
...en það skeður nú ekki mikið þó að maður fái sér einn mola, vel.
og þá er maður fallinn og hættir ekki fyrr en skálin er tóm.

Ég stefni á að bæta á mig 5kg í sumar, ná mér í smá forða fyrir veturinn. Kaupa sér svo smóking og þá er maður kominn í gírinn.