19 April, 2007

Tour de Blok

Jæja nú er að koma að karnivalinu. Ríó hvað, þegar tour de blok er í gangi hérna í ghettóinu þá verður allt vitlaust.

Fyrir þá sem ekki vita hvað tour de blok er, þá er það kollegíhátíð hér á Hejredalskollegiinu þar sem ég bý. Gangarnir taka sig saman, einir eða sameinaðir öðrum göngum og reyna að hafa flottasta ganginn. Gengið er á milli staða og dýrðin skoðuð og þeim veigum sem boðið er upp á er skolað niður.

Við munum vinna. Við ætlum að hafa Fríða og dýrið þema. Ég er Lumiere, reyni að setja inn myndir þegar að því kemur. Verst að ég á ekki myndavél. Jæja best að fara að mála og gera klárt.

10 April, 2007

Sjöfn á bráðum afmæli

og þá á ég líka bráðum afmæli.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað mig langar í, í afmælisgjöf, og ég held að mig vanti íslenska bók, einhverja góða skáldsögu. Ég er aðeins byrjaður að tapa íslenskunni og þarf að fara að æfa mig.

Sömuleiðis þyrfti ég líka danska bók, því eftir að ég fór að einbeita mér að íslensku aftur þá á ég í erfiðleikum með dönskuna. Ég er eiginlegasta barasta rimelig fukked.

08 April, 2007

Erik bygningsingeniør

Bara að athuga hvernig þetta hljómaði.

02 April, 2007

Páskafrí

Og þá er komið að ferðarbyrjun. Legg í hann í fyrramálið klukkan 5 og ferðinni er heitið til Osló.
Ætli sé þá ekki best að fara að byrja að pakka.

26 March, 2007

Dubi dubi dubi

Vaaa madur, eg er barasta næstum tvi kominn i paskafri.
Eg tarf ad mæta nokkrum sinnum i vikunni, en bara eitthvad litid. Reikna eitthvad smotteri, teikna adeins og bara ligga ligga lai.

Klukkan er nuna 8:25 og eg sit i tomri skolastofunni af tvi ad eg las vitlaust a stundaskranna okkar. Brjalad. Ætla ad lesa eitthvad smotteri, reikna eitthvad smotteri og teikna eitthvad smotteri. Svo fer eg ut i solina.

17 March, 2007

Majónes

oh mí god
oh mí god
oh mí god

ég spilaði fótboltaleik í dag,
og síðasta fimmtudag.

..og ég er þreyttur.

merkilegt hvernig þetta hefur áhrif á kauplöngun. Þegar ég kom heim eftir leikinn áðan, ógeðslega þreyttur, hreinlega alveg uppgefinn, í molum, ef ég hefði verið ryk þá lægi ég á bak við sófann, ég var svo þreyttur að ég reyndi að komast á bak við sófann, en allavega þurfti ég að fara út í búð.
Listinn var mjög dæmigerður: mjólk, brauð, egg, kjöt, fiskur og grænmeti. En þegar ég kom til baka aftur þá var engin mjólk, ekkert kjöt, engin egg, ekkert grænmeti. Mér fannst þetta skrítið því að ég kom heim með fullan poka, og var svo þreyttur að ég var að spá í að hringja á leigubíl. En ofan í pokanum var: brauð, súkkúlaði, fiskur, meira súkkúlaði, snakk, kók, kex og majónes.
Maður hreinlega lifir ekki af án majóness.

Majónes lengi lifi

11 March, 2007

Dumme møgbitch kælling

hvaða fokking fáviti fann upp þetta autocad dótarí. það er alltaf að færa línurnar mínar þegar ég er að teikna. Nei sko, það er betra ef veggurinn er bara settur út í horn. Já, allir veggir eru betri ef þeir eru allir settir út í sama hornið. og hvaða lógík er í því að ef ég teikna keilu í lárréttu plani að hún liggi þá 90° á planið, af hverju getur hún ekki bara staðið. og afhverju þarf hún að vera úti í horni með öllum hinum veggjunum.

ADFASDFQWERQWERQegfræ
dumme møgbitchkælling autocad shit