29 September, 2006

i verbudinni

Mer flaug allt i einu i hug, hver er munurinn a haskolanum og verbud.

Nakvæmlega nanast enginn.

Her mætir folk sem vill tryggja framtid sina fjarhagslega.

Tad hefur langan vinnudag.

Og svo hrynur tad i tad um helgar til ad sleppa fra teim hømlum sem teim eru sett dags daglega.

Og hvad gerist svo, folk kynnist, fær fjølskyldu o.s.frv.

Haskolinn hefur sama tilgang og verbudirnar her i den.

Ad bua til felagslegt umhverfi til ad kynnast maka.

Magnad hvernig vid(mannfolk) gerum alltaf tad sama to ad vid teljum okkur tru um ad tad se stodug framfør.

Jæja jeg er farinn ut ad byggja pyramida eda finna lækningu vid krabbameini.

26 September, 2006

djíses kræst

Það er fluga í herberginu hjá mér.
Þær eru reyndar margar, en yfirleitt hafa þær hægt um sig, því annars sendi ég köngurváfuna mína á þær.
En þessi fluga er ekki ein af þeim. Hún hefur verið á sveimi í nokkra daga og alltaf þegar ég slekk ljósið og er að fara að sofa:
bzzzzzúúúúúmm

bzzzzzzúúúmmmm

bzzzzzzzeiríkurzzzzzzmmmm

bzzzzzzþúnærðméraldreizzzzmmm

AAARRRGGGHHH

Upp stekkur uppstökkur rauðhærður albínóinn gargandi á eftir flugpöddunni.

En ekkert gengur, og svo fer hún. Jafn hljóðlega og hún kom.

bzzzzzzzzzzmmmmmm

Hún er af einhverju atvinnuhúsaflugpöddukyni því að það er gjörsamlega ómögulegt að ná skepnunni.

En nú er ég að brugga henni banaráð.

Ég ætla að hleypa Lemmy úr Motorhead á hana, hún lifir það aldrei af.

Almennar fréttir

Mæti enn í skólann og gengur bara þokkalega.

Svo dunda ég mér í IKEA um helgar, með innanhússarkitektinum mínum.

Er kominn með málmgráa búningsherbergisskápa og rauða hillu svakalegt.

Passar mjög vel við ljósbláa loftið.

og svo...

ætla ég að verða geimfari.

Við erum með einn geimfara í skólanum og það rignir upp í nefið á honum.

...ég ætla að verða betri geimfari en hann.

kaupa mars og svo ætla ég að sekta hann þegar hann kemur þangað.

ókei bæ.

18 September, 2006

Sjúbídúa

Ég þurfti nánast ekkert að læra í dag. Var ekki mættur upp í skóla fyrr en 10, forritaði eitthvað smotterí og fór svo inn á rannsóknarstofu að gera tilraunir með e.coli bakteríur.

Og svo þarf ég bara að skrá mig inn milli 12 og 18 á morgun í áframhaldandi skítpöddurannsóknir.

Það er ljúft að dunda sér.

16 September, 2006

Páfinn er víst feigur.

Múslimar eru barnalegir.
Páfinn vitnar í páfa frá 14.öld sem sagði að það eina sem Múhameð spámaður bætti við trúarbrögð heimsins hafi verið meira ofbeldi.
Múslimarnir urðu fúlir, mega það svosem mín vegna.
En, svo komu klerkarnir í Sómalíu með útspilið sitt.
Páfinn er vondur, hann trúir ekki á Múhameð, allir rétttrúaðir menn ættu nú að sjá sóma sinn í því að reyna að sálga honum. Væntanlega svo að hann geti rætt þetta beint við Múhameð sjálfan.

Hvernig er hægt að hafa samúð með málstað einhvers sem skýtur sig svona svakalega í fótinn.
Páfinn: Múhameð, þú ert ofbeldisfullur.
Múhameð: NEI, ÉG ER ÞAÐ EKKI NEITT. Á ÉG AÐ DREPA ÞIG.
Múhameð: ÉG ER EKKI OFBELDISFULLUR, ÉG DREP ÞIG ÓGEÐIÐ ÞITT, AAAARRRRGGGH.
Páfinn: (Glottir og fær sér smók) Sko, strákar, sagði ég ekki.

31 August, 2006

Annars hugar

Vaknaði í morgun með einhverja ægilega vafatilfinningu, eins og að ég væri að gera eitthvað af mér. Ákvað svo að vera heima og lesa, sem er alltaf gaman. En nú gekk það ekki, þessi nagandi "eyða tímanum í vitleysu tilfinning" hékk bara á mér og var að gera mig brjálaðan. Svo að ég er nú í yfirvegunarpásu. Ég er að reyna að fá yfirlit yfir hvað ég er að læra, hvaða markmiðum ég stefni að, hvort að þetta passi saman og hvort að tímanum væri ef til vill betur varið í eitthvað allt annað. Það er ágætt að vera einbeittur og stefna á eitthvað, sem að svona þverhaus eins og ég er góður í. En ef stefnan er vitlaus...
Þó að þetta sé einungis fyrir mig þá ákvað ég að fara í þetta opinberlega til að ég þyrfti að hugsa mig betur um þegar ég skrifa.

Stig eitt:
Af hverju er ég að læra:
Af því að ég nenni ekki að vinna.
Af því að ég vil vinna við rannsóknir og þróun.

Hvernig rannsóknir og þróun.
Skynjarar: sem vinna í líkamanum. Rafmagns eða lífefnafræðilegir skynjarar.
Hönnun á gervilimum út frá hreyfigetu, stuðningi, snerpu og næmni venjulegs útlims.

Hvað þarf ég að læra til að komast í það.
Líffræði: Stoðkerfi, vöðvauppbyggingu, taugaboð.
Efnafræði: Uppbygging prótína, boðefna sem og byggingarefna til að nota í framleiðslu.
Eðlisfræði: Grunnþekking á aflfræði, álagsreikningi, brotþoli og fleira sem þyrfti til að búa græjuna til.
Rafmagnsfræði: Merkjafræði fyrir aukin skilning á rafboðum, forritun, skynjaratækni.
peninga

Hvað er ég að læra:
Nanófræði, sem snýra að framleiðslu hluta af stærðargráðu 0,1nm - 100nm. Byggir því að miklu leyti á námsefni í þeim stærðarflokki, einhverju sem er allt, allt of lítið.
Líffræði: Uppbygging og virkni DNA, prótína, molecular biology.
Efnafræði: Almenn efnafræði, lífræn efnafræði, eðlisefnafræði.
Eðlisfræði: Afl, bylgju, vökva, hita og svo skammtafræði.
Rafmagnsfræði: forritun.

Hvað vantar:
Betri yfirsýn í líffræðinni t.d. stoðkerfið. Skynjaratækni, merkjafræði úr rafmagnsfræði. Námsáhuga.

Er þetta eitthvað að passa:
hef ekki hugmynd, þarf að skoða það og vera fljótur að því. Sem nanófræðingur ætti ég að hafa greiðan aðgang í þann starfshóp sem ynni í skynjarageiranum, þar sem ég væri með þekkingu á starfsemi líkamans, efnafræðinni fyrir boðefnin sem þyrfti í skynjarann sjálfan og skilning á mæligræjunum. En ég myndi ekki hafa hugmynd um hvað heilinn væri að gera eða hvernig forrita ætti skynjarann.

Er til eitthvað annað sem passar betur:
Veit það ekki þarf að spyrja, er búinn að spyrja nokkra og þeir héldu að ég væri á réttum stað, en þeir voru einhverjir eðlisfræði nördar. Siggi segir mér að koma til Svíden og læra rafmagnsverkfræði og eitthvað bíó þar. Þarf að tala betur við Sigga.

Væri tímanum betur varið í eitthvað annað:
Já, úti að leika, það er ekki hollt að hugsa svona mikið.

29 August, 2006

Og þá er það byrjað.


Myoglobin, the oxygen carrier in muscle, is a single polypeptide chain of 153 amion acids. The capcity of myoglobin to bind oxygen depends on the presence of heme, a nonpolypeptide prosthetic group consisting of protoporphyrin IX and a central iron atom. Myoglobin is an extremely compact molecule.
Sem er gott.