13 May, 2008

Hejsa

Ég er í skólanum, reikna ekki med ad skrifa neitt fyrr en ég kem til Noregs, eda jafnvel Íslands eda bara aldrei meira.

Hér eru hlutirnir ad gerast, vid Elín erum búinn ad kaupa mida til Noregs thann 6. julí. Thannig ad 6.júlí kved ég Danmørkina í bili. Vid siglum til Bergen og svo kem ég heim til íslands í kringum thann 12. Ég er aftur búinn ad ráda mig hjá VSB í sumarblídunni, svo ad ég verd thar í nokkra daga ádur en ég fer aftur til Noregs. Thar sem ég mun læra ad snakka enn eitt tungumálid. Ég hef heyrt ad thad sé Bara gaman í Bergen, eintóm hamingja.

Svo er thad ad frétta ad hnéd er byrjad ad gróa. Fór í hjólatúr á sunnudaginn án teljandi vandræda og er byrjadur ad gera styrktaræfingar í gymminu. Thad besta finnst mér thó ad í morgun thá komst ég upp og nidur trøppurnar hérna í skólanum án neins vesens. Thetta lúkkar bara thokkalega, en ég væri nú til í ad fá einhvern (nenni ekki ad ræda danska læknatjónustu) til ad kíkja á thetta, tví thad hringlar adeins í thessu. Ég stefni á ad vera klár fyrir komandi ægilegan ítróttavetur í Bergen og svo enn verri á überÍslandi med endalausu púdri.

24 April, 2008

Til hamingju með afmælið Kolla frænka

hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Kolla
hún á afmæli í dag

15 April, 2008

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag.

Til hamingju med afmælid Sjöbba systir.

Tridjungsafmælid gekk vonum framar og matarvisjónin lukkadist bara vel.
Grádostakjúllamallid smakkadist vel, ávaxtasørpræsid var nánast í sama klassa og hjá mømmu, en laxatartarid átti vinningin. Og verdur ad vidurkennast ad tad er fengur í nýju eldhúshjálpinni, thar sem hún átti allan heidur ad theirri bløndu.
Matarhaldid átti ad hefjast stundvíslega klukkan sjø, svo ad veislan væri meira barnavæn og tókst thad nánast en thad voru smá vandrædi med kartöflumúsina. Ég gleymdi ad versla mér kartøflukremjara og hóf tví trodningin á thessum thremur kílóum af jardeplum, med GAFLI.

Klukkan sló tví sjø med kartøflurnar hálftrodnar, en thad var ekki hægt ad gera annad en ad støkkva í veislugallan og hefja bordhaldid.
Laxatartarid var borid fram, og er ekki hægt ad segja annad en nammm.
Svo var stokkid inn í eldhús til ad hræra sídustu kryddurtunum vid ostasósukjúllaragúid og troda kartøflur.
Sem betur fer kom arkitektaneminn Karina, their eru svo gáfadir thessir nordmenn, og murkadi líftóruna úr sídustu kartøflubitunum med ausu. Svo ad adalrétturinn komst á bordid og bragdadist bara thokkalega, engin tøfrabrøgd en thokkalegur.
Og svo kom Ditte.
Af hverju kom Ditte?
Hver er Ditte?
Ditte bjó á ganginum fyrir hálfu ári, hún flutti til ástralíu og er svo komin til baka. Hún er svoldid skrítinn.
Hún fékk ad leggjast á sófann hjá okkur á medan hún finnur sér stad til ad búa á. Ég baud henni ekki í veisluna mína.
En svo stendur Ditte bara tharna.
og talar og svo fer hún ekkert.
og ég er borinn ofurlidi af mínum uppöldnu kurteisivenjum svo ad ég býd henni sæti, sem hún ad sjálfsögdu átti ad afthakka (ekki satt hehe).

Og svo kemur hid dásamlega ávaxtasørpræs á bordid med marengsbotni og kiwi skreytingu, mmm dejligt.

Ég fékk fullt, fullt af afmælisgjøfum. Adallega úrvalsbjór en einnig edalvín og súkkúladidásemdir. Ad ógleymdum ostaskeranum og føndurpakkanum hennar mømmu.
Mamma er alltaf svoldid fyndin.

En takk fyrir komuna, thid hin mætid bara næst, og hafid thad gott í vorblídunni.

08 April, 2008

Þriðjungsafmæli

Í tilefni af þriðjungsafmæli mínu þann 15.apríl, þá verður haldin veisla á laugardaginn. Ég er byrjaður að velta fyrir mér matseðlinum og eru hér fyrstu drög.

Forréttur

Laxatartar með ruccola salati og sítrónu.

Aðalréttur, er enn í vinnslu. Til prufu í kvöld er eftirfarandi.
Kalkúnakássa með gráðaostasósu, eða til að vera svoldið mystískur í því
dinderagout avec gordon bleu.
borið fram með kryddaðri kartöflumús eða souris épicée de potatoe
og salati.

Í eftirrétt er svo ávaxtasørpræs.

Ég er búinn að senda út boðskort og gjafalista, en ef að fólk vill vera með þá eru flestir velkomnir, ekki allir.

30 March, 2008

I've got to admit it's getting better

it's getting better all the time ;-)

Ad læra í Dannmørku

Var ad frétta ad steinar ørn frændi, væri eitthvad ad spá í framhaldsnámi í Danmørku.

Tid megid endilega koma tessum upplýsingum til hans.
Umsókn í kvóta 2, fyrir haustønn tharf ad vera innsend fyrir 15.mars. Kvóti tvø eru teir sem sækja um frá útløndum, m.a.
Kvóti 1 eru danir, en tad er spurning hvort ad tad sé hægt ad komast inn í tann hóp tad tyrfti ad skrifa til vidkomandi skóla.

Inntøkukerfid er sameinad fyrir landid og er í gegnum thessa heimasídu. Thar finnur madu thá námsgrein og thá skóla sem madur hefur áhuga á.

http://www.kot.dk/

20 March, 2008

Gellerup

Fór í labbitúr í góða veðrinu, með myndavélina sem Sjöfn gaf mér.
Hér bý ég.

Gellerup blokkarhringurinn á góðum degi. Það eru ca. milljón aðrar svona blokkir á svæðinu, sem er þó ekki stærra en 1 ferkílómeter (1 ferkílometer af hreinni illsku). Það búa 10-15.000 manns í Gellerup og Toveshöj blokkahverfinu. Þetta er svoldið Breiðholts.

Í þessari lengju búa um 1000manns. Sagði einhver síld í tunnu.

Hér er svo Hejredalskollegiet, þar sem að ég bý. Þetta eru töluvert minni blokkareiningar en monsterin við hliðina. 24 íbúar á 2 hæðum, í eins herbergis höllum.


Og svo færum við okkur inn á við.

Hæbb, velkominn inn.


Velkomin í Casa Bonita

Hér er allt fyrir hendi, skrifstofa, svefnherbergi, hljómsveitar aðstaða, líkamsræktarstöð og ég veit ekki hvað.

Takk fyrir komuna, verið velkomin aftur.

Bless á meðan.