11 January, 2008

Ruslpóstur

Ég fæ alveg óhemju magn af ruslpósti til mín. Sumt getur nú verið svoldið skemmtilegt. Til dæmis getur maður fengið typpastækkunarplástra og rólex úr á góðum prís. En yfirleitt er þetta hreinn óskapnaður, til ama og ógeðisvaldandi viðbjóður.

Án gríns, ég er að meina það án gríns, þá átti rússneski spamkóngurinn skilið að vera myrtur. Hann var samanlagt búinn að eyðileggja fleiri grilljón billjón mannslífsmínútur. Hann hefði í rauninni átt að vera sótttur af lögreglunni, flengdur hengdur og grafinn í gömlum úldnum þorski.
Það eru til nokkrar tegundir af ruslpósti, svokölluðu spammi. Það er þessi leiðinda lævísa týpa sem einhvern veginn ekki nokkur leið er að komast hjá, með tilboðum um viagra, betra kynlíf, ódýr rólex úr, tölvuforrit o.s.frv. og frv.

Það skrýtna við þann póst er að ef að maður kíkir á hann, þá er ekki nokkur leið að maður eigi viðskipti við viðkomandi.

Auglýsandinn lofar mér skaufa svo stórum að konur geti hreinlega hangið í honum. Þetta verður svona eins og í leikskólanum í den, þegar maður gekk hönd í hönd, nema að hér verður risaskaufinn notaður sem reipi til að draga allar fegurðardrottingarnar heim.

Þessa leið stúlkur þetta er alveg að koma, ef þið eruð þreyttar þá getið þið bara sest á monsterið.
Ekki slæm hugmynd, bara einn plástur og maður er kominn á stall með John Holmes, Ron Jeremy og Gvendi töfratyppi.

En þetta verður bara eitthvað svo ótrúverðugt þegar maður skoðar jönkmeilinn betur, sjá:

It really isnt funny, Elizabet He is not so very bad, Geoffre Sara told me that you ordered I was going to tell you tonigh And Thomas? Elizabeth asked, f He will stay here with your gr I do not, Elizabeth whispered, Next summer Thomas will come t His jest concerning her brothe I have, Geoffrey admitted, lik Such as? Elizabeth inquired, s He started to answer but Eliza Elizabeth laughed and a sparkl Think you so irresistible? she In truth, I did not, until you Elizabeth pulled back and gave

Um hvað er verið að tala og hver er Elizabeth.

Þetta getur bara ekki virkað.

Annað eru svo svindlpóstarnir. Þar sem auglýst eru hlutabréf, lotterívinningar og annað sem glatt getur fátækann.

Því miður þá er ég ekki með eintak en oftast einkennast þessi bréf, sem og önnur spam bréf, af einkennilegu málfari, ótrúlegum tilboðum og langsóttum skýringum.

T.d. happadrætti þar sem að maður fyrir tilviljun var dreginn út úr emeil skránni og vann 90milljónir, eða eitthvað álíka. Af hverju ætti einhver að setja 90 milljónir í happadrætti sem ekki þénar 300 milljónir á seldum miðum. Þetta meikar ekki sens.

Verst af öllu finnast mér þó bréfsendingar frá vinum og vandamönnum. Fólki sem maður þekkir, treystir og þykir vænt um. Ekki af því að það gerist svo oft heldur af því að þetta krefst þess að ég taki afstöðu. Á ég bara að eyða bréfinu, láta sem að ég sjái það ekki eða á ég að svara bréfinu og láta viðkomandi vita að þetta sé brella og póstkassafyllandi óbjóður.

Þetta eru skeyti sem "þarf" að senda áfram. Þau eru yfirleitt í þessum stíl, fyrirtæki x ætlar að gefa, bjarga, borga, þér eða bágstöddum ættingja með sykursýki og njálg bara ef að þú sendir póstinn á alla sem að þú þekkir.

Eða, nýr ógeðslega hættulegur vírus er kominn af stað, hann heitir Johnny 5 og er ormur. Þetta er brúnt aflangt kvikindi sem hringar sig utan um harða diskinn og étur allar upplýsingar sem eru eldri en þriggja ára og helst leiðinlegar upplýsingar, eins og bókhald. Þetta er staðfest af tölvudeild garðyrkjuskóla ríkisins sem og ransóknarstofnun landbúnaðarins. Vinsamlegast sendu þetta á alla sem þig langar að angra í dag.

Í þennan flokk set ég líka keðjubréfin, ég fæ gæsahúð og fyllist löngun til að gerast fjárbóndi á Mongólsku hásléttunum, þegar ég fæ eitthvað í þessum stíl.

Þetta keðjubréf er frá vinalínu rauðakrossins, það er búið að vera í gangi óslitið síðan 1827 og var sett í tölvuform af John Apple og Mike Email, föður emeilsins, árið 1962. Ef að þú sendir þetta áfram færðu fjórtán hreinar meyjar, 2 lítra af kóki og þrjár óskir (en ekkert lyfseðilsskylt). Sendu þetta áfram á alla þá sem þér þykir vænt um og allt verður í lagi, himininn heldur áfram að vera blár og sumarið verður 3° hlýrra/kaldara eftir því sem við á. Ef að þú sendir þetta ekki áfram þá mun gælufroskurinn hans Benna í íbúð 3 á breiðvangi 48 brenna í helvíti.

Ef að ég eyði bréfinu, er þetta eins og venjulegur ruslpóstur. En viðkomandi mun þá halda áfram að framlengja svona ruslkeðju.

Ef að ég svara þá er ég:
nr. 1 búinn að tapa fyrir ruslpóstinum, af því að ég eyddi tíma í hann.
nr.2 búinn að framlengja ruslkeðjunni með því að senda auka póst, bara til að besserwissa.
nr.3 búinn að bezzerwissa einhver sem ég þekki, og engin þolir besserwizzera.

N.b. Ég bezzerwizza alltaf. Ég verð svo pirraður að ég verð.

02 January, 2008

jibbidi dúa jibbiddí jei

þetta gekk vonum framar með prófið, reyndar ekki, þetta gekk eins og ég átti von á. bara þokkalega sáttur, svaraði 3 spurningum af 4. Ruglaði svoldið í þeirri síðustu. Sem er alveg skiljanleg, finnst mér.

Jú sjáið til, dæmið var svona.
Við höfum tunnu, sem er full af saltvatni.

Og inn í tunnuna rennur vatnsstraumur Q1 og út rennur Q2.
Q1 og Q2 er jafnstórir, þannig að vatnsmagnið í tunnunni er alltaf það sama.

Nú fáum við að vita að vatnið sem rennur inn hefur 0,5kg af salti per. rúmmetra

Nú er ekki annað að vita nema að í tunnan inniheldur 10rúmmetra af vökva.

Verkefnið var svo að finna afleiðujöfnu sem lýsir saltmagnsinnihaldi tunnunar.

Hvað er svo vandamálið. Ef að inn í tunnuna rennur vatn með salti og út úr tunnunni rennur vatn með salti þá hlýtur saltmagnið að vera konstant.
Þessu svaraði ég,
...en neiii
njiii þú gleymdir að gera ráð fyrir að saltmagnið í tunnuni var annað í byrjun og svo jafnast það út og nær jafnvægi eftir ákveðinn tíma, njö njö njö búhú.

Vell fokk jú bara mér finnst salt ekker gott á bragðið.
Sem minnir mig á annað ég fór á bazarinn og fékk mér kebab eftir prófið. Góður kebab.
Var þar með Afganginum mínum (Afgananum-hann kemur frá afganistan) og hann vill endilega að ég smakki þennan dásamlega drykk sem er að tröllríða hinum millisvarta heimi þarna í mið austurlöndunum.
Drykkjarjógúrt kalla þeir þetta, og þetta er víst æði.
Ég er nú ekkert að tvínóna við þetta kaupi mér dúnk af drykkjarvörunni og gúlla þessu í mig.
og guð minn góður, já við heilagan Allah, hvernig er hægt að gera mér þetta.
Þetta var eins og að drekka sjóblandaða súrmjólk.
uhuhuhu mig hryllir ennþá við tilhugsunina.

vell leiter dúds

01 January, 2008

Góðan dag og gleðilegt nýtt ár

28 December, 2007

þegar maður hefur ekkert vesen

þá finnur maður sér bara eitthvað vesen.

Ég er í miðjum próflestrinum og gengur bara vel. Svo vel að gær fór ég út að hlaupa.
Hafði hugsað mér að skokka 5-6km og koma svo við í búðinni á leiðinni heim. Eftir 3km hugsa ég að það gæti nú verið gaman að skokka aðeins lengra. Eiturfrískur og rólegu tempói lulla ég áfram og svo rúlla kílómetrarnir inn.
6km gott tempo, gæti farið hraðar en það er langt eftir.
Í 10km er ég enn frískur og hugsa að það væri nú alveg hægt að bæta nokkrum metrum við. Skokka af stað í áttina að Galten eftir þessum fallaga moldarstíg sem liggur meðfram Brabrand tjörninni. Svo koma 12km og ég er enn á sama tempóinu, þokkalega frískur svo að ég hugsa að ég klári bara hringinn í kringum tjörnina.
Þetta verður svo allt eitthvað þokukennt eftir það.
Það byrjaði að rigna, kom svarta myrkur, stígurinn breytist í drullusvað á 2-3km kafla og í 17km er allt orðið svart, ég hef ekki hugmynd um hvar ég er eða hvaða leið ég á að fara heim. Það er skítakuldi og maður kominn með krampa í lappirnar. Að lokum kom ég heim eftir 22km skokktúr.
Með viðkomu í nettó þar sem fyllt var á nammibirgðirnar.
Og svo var ég að vakna núna eftir 12 tíma svefn, þá er maður klár í lærdóminn aftur.

22 December, 2007

Þessi afgerandi augnablik

Þar sem maður virkilega þarf að hugsa sitt ráð.
Hvað er framhaldið?
Hvernig slepp ég best út úr mínum vandræðum?
Er það sem mig langar mest til að gera akkúrat núna, best, þegar til lengri tíma er litið?

Ég átti eitt slíkt hér snemma í morgun.
Dagurinn byrjaði huggulega, fór á fætur hálfníu, tók bækurnar og settist fram í eldhús til að vekja ekki frúnna.
Mallaði svo einn skammt hafragraut með rúsínum og kaffibolla í eftirrétt.

Stúderaði svo aðeins burðarþolsfræðin.
dúbí dúbí, þetta gengur bara þokkalega.
...og svo, eins og vani er, þá fer hafragrauturinn að banka, og nú búinn að háma í sig kaffi allan morguninn. Þetta er því morgunúrillur, koffínskjálfandi hafraklumpur með illt í huga.
Það er því ekki annað hægt en að skynda sér á götótta hægindastólinn og njóta þess sem koma skal.
Fram til þessa hafði þetta bara gengið vel og væri ekki í frásögur færandi nema...

að sjálfskammtandi sápulögurinn sem sprautar ilmdropum út í mínar dásamlegu hægðir hann smellur í sundur og dettur ofan í klósettið.

blúúbbs

Hvað er til bragðs.
Verkefnið var hafið.
Verkefninu var ekki lokið.

1. klára verkefnið.

  • Það er það sem mig langar mest. Hálffúll hafraklumpur er ekkert minna fúll en heill.
  • Sjálfskammtarinn er í beinni skotlínu. óboj
  • Það er ekki hægt að sturta sjálfskamtaranum.
2. Gera hlé og ná í skammtarann
  • Verkefnið var hafið
  • Sjálfskammtarinn flýtur í ógeðinu.

óboj, óboj, what to do, what to do.

Og svo kemur uppljómunin, ástæðan fyrir því að mannskepnan getur búið til svo dásamlega hluti sem ristað brauð og Guinness í dós. Rökfærsla og samtenging.

Það er ekki hægt að sturta helvítis sjálfskammtaranum og hann flýtur í ógeðinu. Dadara, sem um vopnahlé við morgunúrilla koffínskjálfandi hafraklumpinn, sturta niður, sæki ilmstútinn, þvæ mér um hendurnar og hleypi brúnum.

Stundum er maður alveg ótrúlega útsjónasamur.

hehe.

20 December, 2007

Klámmyndir

Ég er ekkert allt of jafnréttissinnaður, ég er meira bara svona sinnaður og reyni eins og ég get að vera frekar jafn og síðast kemur svo hvort að það sé rétt það sem ég er að sinna. En ef eitthvað er þá er ég svoldill karlkyns femínisti, fyrir það fyrsta þá fer það í taugarnar á mér að það er ekki einu sinni til orð yfir það að vera áhugamaður um jafnréttisbaráttu karla, það væri þá helst kallað karlremba.
Er það ekki óþarfi.

En þá eru það klámmyndirnar og stereotýpur í þeim. Við vorum að ræða þessi grafalvarlegu má í vinnunni. Við vitum öll að það er verið að gera lítið úr konum þegar þær fá sér að ríða í klámmyndum.
En hafið þið einhvern tíman spáð í klámfolann okkar.
Iðnaðarmaðurinn Hr. Píp mætir á svæðið.
Lagar klósettið og þegar Hr. Píp ætlar að fá borgað þá stekkur frúin bara á hann og heimtar að hann taki borgun í blíðu, sem og hann gerir bara af því að hann hefur ekki nógu sjálfstæðan huga til að fá peningana.
Hvernig á Hr. Píp að borga reikningana í lok mánaðarins.
Eru karlmenn bara einhver heilalaus leiktæki með viðgerðarbónusi.

06 December, 2007

dúbí dúbí

fór í vinnuna í gær
skrúfaði nokkrar skrúfur.
kveikti svo á tölvunni og fór að lesa útboðsgögn.

Verkefnið felst í að gera útboðsgögn fyrir viðvörunarkerfi fyrir olíudreifingarstöð /olíuuppdælingarstöð á lítilli eyju suður í Quatar.

Quatar er eitt af ríkari löndum í heiminum. Fullt af olíu, dópi og lauslátum kellingum.
Og þeir eiga Íran sem nágranna, þeir eru pínulítið smeikir við að Íranir komi og hertaki litlu eyjuna þeirra.

Þess vegna vilja þeir hafa eitthvert ægilegt kerfi sem vakir yfir hverjum einum og einasta sentimetra. kúl nok.

alltaf gaman af svona æfingum.

Svo að ég les bara gögnin og teikna myndir.
aðallega skrípó, andrés önd og svona.

svo erum við byrjuð á jólasveinaleiknum hér á kollegíinu. alltaf gaman að því.

Jólasveinaleikurinn felst í því að maður fær úthlutað "vini" sem maður þarf svo að sjá um í desember mánuði. Maður getur verið krútt, og gefið súkkulaði eða svín hehe... sem er miklu skemmtilegra.

Þetta hefur nú farið rólega af stað núna. það versta sem ég hef gert núna er að binda hluta af innvolsinu í skápnum hjá mínum vini þannig að þegar hún opnaði skápinn þá hrundu tepokar og dótarí út og... MÚHAHA

og svo er ég með fullt af hugmyndum MÚHAHA