13 September, 2007

Jæja, er þetta ekki orðið nokkuð gott bara.

Var að setja upp quick time forritið, sem er ágætis myndspilar sem maður þarf stundum að nota.
Nema að ég er eitthvað að renna í gegnum leyfisskilmálana og rek svo augun í þetta.

APPLE-SOFTWARE ER IKKE BEREGNET TIL BRUG I FORBINDELSE MED DRIFTEN AF ATOMREAKTORER, FLYNAVIGATIONSSYSTEMER, FLYKOMMUNIKATIONSSYSTEMER, SYSTEMER TIL STYRING AF LUFT-TRAFIK, RESPIRATORER ELLER ANDET UDSTYR, HVOR FEJL I APPLE-SOFTWARE VIL KUNNE MEDFØRE DØDSFALD, PERSONSKADE, OMFATTENDE FYSISKE ØDELÆGGELSER ELLER MILJØSKADER.

Það er samt gott að vita af því að quick time er hvorki ætlað til að stýra kjarnakljúfum né flugumferð.
Ég er að spá í hvort að þeir hafi sett þetta inn upp á djókið, ef einhver skildi nú nenna að lesa skilmálana.
bara að spá.

28 August, 2007

Nýtt stúlkubarn, komið í heiminn.

Herra og frú Ólöf eignuðust dóttur í nótt sem leið.
Gleðifrétt sem er gaman að deila með ykkur.
Hilmari heilsast eftir atvikum vel, sem og Ólöfu og Hilmlöfu litlu.

21 August, 2007

kominn í hinn heim

Mættur í gettóið.

þreyttur, ætla að leggja mig.

Var samferða tilvonandi tengdamömmu minni í lestinni.
Nú þarf ég bara að grafa upp hvað dóttirin heitir og hvernig ég get haft samband.

09 August, 2007

Harry Potter seríunni lokið

Búinn að lesa Potterinn.
Harry Potter dó, eða ekki!!!
Aldrei að vita.
hmm

Kveð potterinn með söknuði.

Bínn að átta mig á því að The Dudleys, fjölskyldan hans Harry, er versta fólk í bókmenntasögunni.
Dudley fær smá persónuleika í síðustu bókinni, svo hann telst ekki alvondur.
En foreldrarnir eru hrein illska. Aldrei hefur verið jafn óskiljanleg illska í sagnaheiminum.
Jú reyndar í hann var kallaður þetta. Þó ekki, því að einstöku sinnum þá sá hún að sér, grýlan í þeirri bók.
En Dudleys hjónin eru ekkert.
Þau eru tóm.
Vond
Herra Voldemort er illmenni, gerir verri hluti en Dudleyarnir, en það er smá lógík í þessu hjá honum. Það er alveg hægt að reikna hann út. Hann er reyndar bæði vitlaus og fyrirsjáanlegur, en það er annað mál.
Þau eru ekkert
Tóm
Vond

13 July, 2007

Hansenhellan er týnd

Fór á hansen í gær. Fékk mér einn til tvo.

Meðan við Valli sátum úti og sugum í okkur orku, fórum við að ræða uppáhalds lokalinn okkar.
Þar sem er þessi hárfína blanda af rónum, fyllibyttum og fastagestum. Það er ekki á öllum börum þar sem aðalfastagesturinn fær mynd af sér til að menn geti litið á ef hann situr ekki í sætinu sínu. Eða stendur ég held að það sé búið að taka stólinn hans.
Einnig hefur sést til The Kell vera að mála bygginguna. Það sést einnig á þakkantinum að The Kell hefur verið að mála bygginguna.

En allavega þar sem við sitjum fyrir utan og verðum sífellt orkumeiri, þá lítum við yfir jarðraskið fyrir utan og sjáum hvergi helluna. Helluna sem er eitt af kennileitum Hafnarfjarðar, ja og í rauninni alls Íslands. Því hellan er vel kynnt á erlendri grund. Hefst nú leit að helluhelvítinu, en hvergi sést kvikindið. Það er því sett á fót keppni um að finna nýja hellu. Matsmenn og dómarar voru þrír: Valli formaður, Beggi sterki og ég Eiríkur nanó.
Reglurnar voru einfaldar, ef ég gat bifað honum þá var hann ógildur. Og það var byrjað á einhverju kríli sem þótti líklegur kandídat.
Iss, þetta var bara fyrir börn og hann nefndist því barnsterkur.
Því næst kom litlu stærra ferlíki og með erfiðismunum tókst nanókrílinu að fá loft undir hann.
Hann var því nefndur krílsterkur.
Þetta gekk nú ekki lengur, og bröltu nú fjöllin tvö Valli og Beggi upp á hrúguna og fundu þar hæfilega stórt bjarg og veltu því niður. Niður kemur það og lætur illa á leiðinni.
Góður kandídat á ferð, það er klárt.
Jæja, þá er nanó látinn gera lítið úr sér.
urr
hniuugggh
urr
hniuuuuggh
URRRR
HNIUUGGGGHH AAARRRGG

Eiríki er þakkað fyrir að þrífa steininn og svo ýtt frá.
Og Valli hefur átökin.
hobb hobb
HNNNNIIIIIIIIUUUUUUUGGGGHHHHH
GGGRRRRR
VRRRRRÆÆÆÆÆLLLLL
AARRRRGGHHH
HNIIIIUUUUUGGGGGGHHHHH PISSSSSSS SJÚÚÚÚ

HA HA girlie man, let me show you how strong man do it.

og Beggi byrjar á því að reyna að hræða steininn burt.
grrRRRRRRRR BRRR BÚÍAKASSA
HNNNNNNNNNNNNNÍÍÍÍÍÍÍÚUUUGGGGGGHHHVVASDFEÆAG
PPPRRRRRRIIISSSUFUUFUUUFJ

BAAAAAAAHHHHHHH DJÖFULSINS ANDSKOTANS HELVÍTIS ANDSKOTANS DJÖFULSINS HELVÍTI.

og þar sem að bæði Valli og Beggi náðu næstum því að lyfta steininum, þá var hann kallaður næstum því nógusterkur.

Smókingbumban

Ég er farinn að skilja af hverju allir eru svona feitir hérna á Íslandi.
Það er bara allt allt of mikil velmegun.
Það er matur alls staðar, og matur er nú bara þannig að maður borðar ef maður er svangur.
Og svo borðar maður aðeins meira, ef maður skyldi nú ekki fá aftur mat fljótlega.
Og svo eru allar þessar kökur og allt þetta nammi ekki til að bæta málið. Maður getur reynt að sleppa því að borða nammi.
...en það skeður nú ekki mikið þó að maður fái sér einn mola, vel.
og þá er maður fallinn og hættir ekki fyrr en skálin er tóm.

Ég stefni á að bæta á mig 5kg í sumar, ná mér í smá forða fyrir veturinn. Kaupa sér svo smóking og þá er maður kominn í gírinn.

02 July, 2007

Jæja þá er maður kominn heim

og ekkki mikið að segja við því.
Verð að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu VSB ásamt Jóa og Jenna Raggasonum.
Á að teikna línur og strik. Þeir vilja meina að þetta séu súlur, plötur og veggir.
Neibb.
línur og strik.
Sími á meðan á dvölinni stendur er hinn klassíski 892 68 17.
og ég er í vistun hjá mömmu.

ég keypti mér óvart monster púlsmæli á ebay áður en ég kom heim og þvílíkt fjör.
maður bara verður að fara út að leika með græjuna, fór upp á Helgafell í gær. Og allt mælt, vegalengd, hraði, púls, hæðarbreytingar.
Samanlögð uppferð var 486m, reyndar var niðurferðin aðeins 485 þannig að það var eitthvað mis.

Og búinn að koma hjólinu í gang, újé þetta er bara of gaman.
vrúúúmmm
vraarúúmmm