17 March, 2007

Majónes

oh mí god
oh mí god
oh mí god

ég spilaði fótboltaleik í dag,
og síðasta fimmtudag.

..og ég er þreyttur.

merkilegt hvernig þetta hefur áhrif á kauplöngun. Þegar ég kom heim eftir leikinn áðan, ógeðslega þreyttur, hreinlega alveg uppgefinn, í molum, ef ég hefði verið ryk þá lægi ég á bak við sófann, ég var svo þreyttur að ég reyndi að komast á bak við sófann, en allavega þurfti ég að fara út í búð.
Listinn var mjög dæmigerður: mjólk, brauð, egg, kjöt, fiskur og grænmeti. En þegar ég kom til baka aftur þá var engin mjólk, ekkert kjöt, engin egg, ekkert grænmeti. Mér fannst þetta skrítið því að ég kom heim með fullan poka, og var svo þreyttur að ég var að spá í að hringja á leigubíl. En ofan í pokanum var: brauð, súkkúlaði, fiskur, meira súkkúlaði, snakk, kók, kex og majónes.
Maður hreinlega lifir ekki af án majóness.

Majónes lengi lifi

11 March, 2007

Dumme møgbitch kælling

hvaða fokking fáviti fann upp þetta autocad dótarí. það er alltaf að færa línurnar mínar þegar ég er að teikna. Nei sko, það er betra ef veggurinn er bara settur út í horn. Já, allir veggir eru betri ef þeir eru allir settir út í sama hornið. og hvaða lógík er í því að ef ég teikna keilu í lárréttu plani að hún liggi þá 90° á planið, af hverju getur hún ekki bara staðið. og afhverju þarf hún að vera úti í horni með öllum hinum veggjunum.

ADFASDFQWERQWERQegfræ
dumme møgbitchkælling autocad shit

08 March, 2007

Nýji liturinn

er grænn

fékk endalausar auglýsingar um að breyta blogginu mínu, uppfæra það.
Af því að það var miklu betra.
og nú er það
grænt.
....miklu betra.

23 February, 2007

Plötur sem ég er að hlusta á.

Mér finnst stundum erfitt að finna plötur sem mér líkar, og þar sem að Jesús segir að maður eigi að koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig þá ætla ég að nefna nokkrar plötur sem ég hef nýlega komist yfir og hef gaman af. Allt í easy listening geiranum.

Norah Jones - not too late
Norah í sínum sauðvinalega jassfíling.
the sun doesn't like you, you always get burned

Jack Johnson - Brushfire fairytales og On and On
gone, going, gone everything, gone give a dam, gone be the birds when they don't want to sing.

Regina Spektre - Soviet kitsch og Begin to Hope
Amerískur-rússneskur-gyðingur sem syngur og spilar á píanóið sitt.
Mary Ann's a bitch

Just Jack - overtones
Eitthvað sem ég fann óvart inni á allofmp3, svoldill Streets fílingur í þessu, gæti þess vegna verið sami gaurinn. Ekki jafn skarpt og Streets en gaman að því.
since you became a VI Person, it seems your problems have all worsened.

Gare du Nord - Kind of cool
Næstum því of kúl, semi elektronískt jazz grúv.
everything was cool, and cool was good

22 February, 2007

Snjóstormur allt að verða vitlaust

og bara stuð, fullt af snjó, snjókast, snjókallar, bílslys, hjólaslys, manna slys og aktíón.












Og ég skautandi á milli á nýja hjólinu mínu, vrúúmm vrúúm.




12 February, 2007

Í skólanum er gaman þar leika allir saman

Þetta er bara fínt, er ekki ennþá byrjaður að taka eftir.
Er núna að teikna dýraspítala. Hef ekki hugmynd um hvernig á að gera það. En það verður eitthvað fallegt.

Er líka veikur, maður fær greinilega aðrar pestir þegar maður fer í annan skóla. En það er ekki svo slæmt, smá kvefógeð.

leiter.

06 February, 2007

Nanó hvíl í friði

Jæja þá er ég búinn að gefa vísindaferilinn upp á bátinn. Er búinn að skipta yfir í byggingatæknifræði og byrja á fimmtudaginn kl.8:00 í stofu 295 í byggingu DA12. Og ég er ógeðslega ánægður með þá ákvörðun.
Ég er líka ánægður með að hafa prófað monsterakademíska námið til að sjá að ég hef hvorki námsáhugann eða er tilbúinn að fórna mínu félagstengslum til að verða vísindamaður.
Hvernig vildi þetta til?
Gekk ekki allt vel?
Féllstu í einhverju?

Ja, eins og einhverjir hafa ef til vill heyrt þá hef ég stundum vælt yfir nanó, en þar sem að ég væli stanslaust hafa fæstir tekið eftir því. Mitt plan var, að þó að mér leiddist annað slagið, þá myndi ég bara halda þetta út og verða besti vísindamaður í heimi, þó að það tæki 30ár. Sem og ég hef gert hingað til, nota bene með fína einkunn. Svo fór ég til Frakklands um daginn og það var í fyrsta skipti sem námsþokunni létti síðan í sumar og sem betur fer því að þegar ég snéri aftur sá hversu mikil eyðsla á lífi það væri að lifa í þokunni í þrjú og hálft ár í viðbót. Og nú kemur uppljóstrun um minn innri mann, ég fór að gráta þegar ég las tvíburaþversögnina í eðlisfræðinni.
Tvíburaþversögnin er reyndar ekki þversögn heldur miskilningur og tekur langan tíma að útskýra. En allavega út af því að helvítið hann Einstein fann það út að allt er afstætt, nema ljóshraði í loftæmi, þá getur liðið styttri tími um borð í geimflaug sem flýgur á hraða sem er nokkur prósent af ljóshraða, miðað við jörðina. (ætla ekki að útskýra það frekar)
Og tvíburaþversögnin segir frá tvíburum (strák og stelpu :) ), þar sem að hann er haldinn útþrá en hún vill vera heima á jörðinni. Svo flýgur tvíburinn til næstu stjörnu og þegar hann kemur til baka þá hafa liðið 30 ár í lífi hans en 50 ár í lífi stúlkunnar. Þversögnin spyr svo: Ef að við segjum að geimflauginn sé kyrr og jörðin fljúgi í burtu (sem er alveg hægt, því að þá geimflauginn bara viðmiðið okkar) ætti þá ekki stúlkan að eldast minna og strákurinn meira. Ef þið hafið áhuga þá get ég útskýrt rest en það er ekki mikilvægt í þessu tilviki. Það sem er merkilegt er það að þegar ég las þetta þá átti ég ekki í neinum vandræðum með að skilja formúluna eða kenninguna, það sem ég skildi ekki var hvers vegna nokkur maður væri svo vitlaus að eyða allri ævinni í þessa geimferð, sem kannski og kannski ekki væri nokkrum til gagns.
Og svo hafði ég bara ekki lengur áhuga á að halda þetta út.

...og svo var það Hilli sem ýtti mér yfir þröskuldinn út úr nanó, takk Hilli þú ert sætur.

Takk nanó, þetta var gaman (stundum(sjaldnast)) en héðan af verðurðu bara í bóninu sem ég nota á bílinn minn.